is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10030

Titill: 
  • Gagnrýni er bylting. Adorno og hinn neikvæði sannleikur heimspekinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bitur raunveruleiki seinni heimsstyrjaldarinnar sýndi, samkvæmt þýska heimspekingnum Theodor W. Adorno, hversu langt frá upprunalegu hlutverki sínu skynsemin hafði þróast. Þekkingarþorsti og skynsemishugsun höfðu verið helstu vopnin í krossferð upplýsingarinnar gegn bábiljum goðsagnanna – afgyðjun sem stefndi að frjálsara og mannúðlegra samfélagi. En vísindaleg hugsun upplýsingarinnar, sem miðaði að nýtingu náttúrunnar, gerði það að verkum að skynsemin hvarf frá neikvæðu hlutverki sínu yfir í það að vera formlegt tæki. Þegar skynsemin varð einungis að leið að markmiði hætti hún að gagnrýna og studdi möglunarlaust við ríkjandi ástandi. Þvert á spár Marx nægðu innri mótsagnir samfélagsins því ekki til að blása byltingaranda í brjóst þeirrar stéttar sem ætlað var að umturna kerfinu. Díalektísk þróun sögunnar virtist hafa frosið í kapítalísku samfélagi nútímans.
    Ásamt kæfingu gagnrýninna lista í menningariðnaðinum og bælingu frjálsrar kynhegðunar reyndist hið þvingaða val milli tveggja jafn íhaldssamra og kerfisbundinna heimspekikenninga mikilvægt í úthýsingu gagnrýninnar. Grundvallarverufræði Martins Heidegger, sem virtist vera eina heimspekilega andspyrnan gegn framhyggju vísindanna, endaði í hugmyndafræðilegu þvaðri sem blindaði fólk fyrir, í stað þess að frelsa það undan, kúgun samfélagsins. Galla beggja kenninganna taldi Adorno liggja í ómeðvitaðri einingarhugsun sem vill mynda heild úr hlutveru og sjálfsveru, með sameiningu eða smættun annarrar verunnar niður í hina. Þegar díalektíkin hverfur missir heimspekin sjónar á grundvallarmismun hugtaks og merkingar þess. Adorno taldi að merkingin sem liggur að baki hugtaksins verði aðeins skynjuð neikvætt, þegar yfirlýst eining hugtaks og hlutar er gagnrýnd. Slík gagnrýnin fræði eiga ekki að gera tilraun til að setja fram endanlegar lausnir, heldur sýna sannleikann neikvætt með neikvæðri díalektískri gagnrýni á ósannindi annarra texta. Adorno áleit þess konar gagnrýni vera einu leiðina til að stuðla að breyttri samfélagsvitund og brjóta niður þá hugmyndafræðilegu múra sem byrgja mönnum sýn á kúgunina sem á sér stað í samfélaginu. Þannig áleit hann gagnrýnin fræðistörf vera einu raunverulega byltingarsinnuðu iðju dagsins í dag.

  • Útdráttur er á ensku

    For Theodor W. Adorno the bitter reality of the Second World War had showed how far away from its original role rationality had drifted. By means of knowledge and reason the Enlightenment had set out to eliminate the ignorance of mythical thinking and head towards a more free and humane society. But in its attempt to dominate nature scientific thinking came to value rationality solely as a formal tool, while neglecting its critical nature. Without negativity reason simply became a means to an end, an ever positive affirmitaion of the status quo. Thus, contrary to Marx’s doctrine, the inner contradictions of the capitalist system did not suffice to make the working class revolutionary. The dialectics of history had been frozen in capitalist modernity.
    In addition to the suppression of art’s critical nature through the culture industry and the castration of free sexual behaviour, the choice between two, equally conservative, systematic philosophical worlviews, played a major role in rendering critical thinking impotent. Martin Heidegger’s fundamental ontology appeared to be the only philosophical opposition to positivism, but proved to be an ideological jargon that concealed, rather than revealed, our possibilites of objective freedom. Adorno criticizes both theories for their unconscious identity thinking that tries to forge an identity from the concepts of reflection, subject and object, either by reduction or unification. When we lose the dialectics of subject and object, we consequently lose sight of the crucial difference between concept and meaning. The meaning that transcends the concept can only be reached negatively, by a critique of the appearant identity of concept and object. Critical theory should not try to put forth some final solution, but rather show the truth negatively through a negative and dialectical critique of other texts. By means of such a critique it might be possible to tear down the ideological walls that prevent us from sensing our own oppression, thus paving the way for a different social consciousness. Therefore, Adorno considered critical theory to be the only revolutionary practice of modern society.

Samþykkt: 
  • 13.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnryni er bylting.pdf504.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna