is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10046

Titill: 
  • Frá Búsáhaldabyltingu til Stjórnlagaþings : hver eru tengslin á milli Búsáhaldabyltingarinnar og Stjórnlagaþings?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um tengsl búsáhaldabyltingarinnar, sem átti sér stað veturinn 2008-2009 og stjórnlagaþings. Í ritgerðinni er farið stuttlega yfir sögu stjórnarskrárinnar og breytingar á henni ásamt því að skoðaðar eru ástæður þess að ekki sé búið að framkvæma heildar endurskoðun á henni líkt og ávallt hefur staðið til. Farið er yfir „kröfur búsáhaldabyltingarinnar“ eins og þær birtust í ræðum og greinaskrifum veturinn 2008-9 og leitað svara við því hvernig hugmyndin um stjórnlagaþing varð fyrir valinu til að skapa ákveðna samfélagssátt. Einnig er skoðað hvað stjórnlagaþing er ásamt því hvert helsta hlutverk þess sé, hvaða þætti stjórnarskrárinnar á að endurskoða og hvaða áhrif útkoma þess mun mögulega geta haft á þróun í næstkomandi Alþingiskosningum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að tengsl búsáhaldabyltingarinnar og stjórnlagaþings séu ekki eins skýr og oft hefur verið haldið fram. Krafan um stjórnlagaþing var sem slík ekki ein af helstu kröfum búsáhaldabyltingarinnar, heldur var hugmyndinni öðru fremur haldið á lofti af stjórnmálamönnum, fremur en almenningi, og má leiða að því líkum að hugmyndin um stjórnlagaþing hafi verið tilraun stjórnvalda til að ná fram einhverskonar sáttum við þjóðina.
    Almenningur tók ekki eins vel í hugmyndina eins og í fyrstu var áætlað, en kjörsókn í stjórnlagaþingskosningunum var í algeru lágmarki og hefur aldrei áður verið eins lítil þátttaka í kosningum hér á landi. Ef stjórnlagaþing var ein af aðalkröfum búsáhaldabyltingarinnar má gera ráð fyrir því að kjörsókn hefði verið betri. Hugsanlega má útskýra áhugaleysi á kosningunum með því að almenningur hafi aldrei lagt höfuðáherslu á að haldið yrði stjórnlagaþing heldur hafi aðalkröfur snúið að efnahagslegum aðstæðum í þjóðfélaginu. Stjórnlagaþingið sem varð stjórnlagaráð var þó hugsað til að mynda sátt við almenning, og var ætlað að framkvæma löngu tímabæra endurskoðun stjórnarskráarinnar sem hefur staðið til að framkvæma frá því að lýðveldisstjórnarskráin var tekin í gildi árið 1944.

Samþykkt: 
  • 13.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerð_Einar_Franz_Ragnarsson.pdf249.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna