Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1005
Í verkefni þessu er fjallað um innleiðingarferli mannauðs- og upplýsingakerfis ríkisstofnana sem hófst á vormánuðum árið 2001 og er enn ekki lokið. Til að hægt sé að fjalla um slíka framkvæmd þarf að greina frá sem flestu hvað varðaði framgang og eðli þessa verks, allt frá gerð útboðsgagna til stöðunnar í dag. Meta þarf útboðsgögn, skoða áætlanir og ræða við aðstandendur og notendur hugbúnaðarkerfisins sem valið var.
Fjallað er um upphaf verkefnisins, gerð útboðsgagna og gæði þeirra. Einnig er fjallað um forval og rök fyrir vali fyrirtækja til frekari skoðunar og ástæðu þess að Skýrr var valið.
Stuttri kerfislýsingu er ætlað að gefa grófa mynd af uppbyggingu kerfisins lesandanum til glöggvunar. Innleiðingarferlið er skoðað almennt og með tilliti til einstakra stofnana.
Fjallað er um aðferðafræði verkefnastjórnunar og á hverju hún grundvallast.
Samanburður á innleiðingarferlinu, eins og það var framkvæmt, og þeim þáttum sem virðast ekki stemma við aðferðafræði verkefnastjórnunar leiddi í ljós að ekki var byggt á aðferðum verkefnastjórnunar. Það sem helst telst skorta á er heilsteyptari stjórnun verkefnisins og einnig að ekki var gerð nægilega raunhæf áætlun hvað varðaði tímalengd. Kostnaðaraukning verksins er rakin að hluta til þessara galla.
Athugun leiddi í ljós að innleiðingin hefur orðið mun kostnaðarsamari en áætlað var og sprengt þann tímaramma sem verkefninu var settur.
Einn sjálfstæður hópur sérfræðinga á sviði verkefnastjórnunar sem hefði skipulagt verkið frá upphafi til enda hefði verið betri lausn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
innhugb.pdf | 475.45 kB | Takmarkaður | Innleiðing hugbúnaðakerfa með tilliti til aðferðafræði verkefnastjórnunar - heild | ||
innhugb_e.pdf | 104.12 kB | Opinn | Innleiðing hugbúnaðakerfa með tilliti til aðferðafræði verkefnastjórnunar - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
innhugb_h.pdf | 162.59 kB | Opinn | Innleiðing hugbúnaðakerfa með tilliti til aðferðafræði verkefnastjórnunar - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
innhugb_u.pdf | 101.48 kB | Opinn | Innleiðing hugbúnaðakerfa með tilliti til aðferðafræði verkefnastjórnunar - útdráttur | Skoða/Opna |