is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10051

Titill: 
 • Framkvæmdastjórar sveitarfélaga - Litið til menntunar, pólitískrar þátttöku, kyns, búsetu og starfsaldurs þeirra sem störfuðu á árunum 1986-2011
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni eru teknar saman upplýsingar um bakgrunn þeirra sem hafa starfað sem framkvæmdastjórar sveitarfélaga undanfarin 25 ár eða á tímabilinu 1986 – 2010. Litið er sérstaklega til þátta sem snerta starfstíma, pólitíska þátttöku samhliða starfinu, kyns, menntunar og búsetu.
  Unnið var gagnasafn þar sem upplýsingum um alla þá sem starfað hafa sem framkvæmdastjórar sveitarfélaga á tímabilinu var safnað saman. Gagnasafnið var svo notað til að svara þeim spurningum sem sneru að bakgrunni einstaklinganna og starfsaldri þeirra.
  Helstu niðurstöður eru að miklar breytingar hafa átt sér stað á tímabilinu. Ber þar helst að nefna að menntun hefur aukist mikið og eins hefur munurinn sem var til staðar á menntun eftir því hvort viðkomandi var pólitískur eða ópólitískur ekki lengur til staðar. Enn er nokkur munur á menntun heimamanna og aðfluttra. Starfsaldur framkvæmdastjóranna hefur styst og eftir árið 2000 hefur endurnýjun framkvæmdastjóranna verið hraðari en áður en á sama tíma eru fleiri sem hafa verið framkvæmdastjórar í fleiri en einu sveitarfélagi. Kvenmenn voru nánast óþekkt stærð í upphafi tímabilsins í starfi framkvæmdastjóra sveitarfélaga en nú er svo komið að þær eru 29% af heildinni.
  Sveitarfélögin eru farin að setja fram skýrari kröfur um hvernig framkvæmdastjóra þau leita að í auglýsingum sínum, en í upphafi tímabilsins sem hér er til skoðunar voru engar kröfur tilgreindar í auglýsingum frá sveitarfélögunum.

Samþykkt: 
 • 13.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
masterlokdocx.pdf2.04 MBLokaðurHeildartextiPDF