Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10052
Í þessari ritgerð er fjallað um hugtakið kulnun og þá þætti sem valda því að einkenni hennar koma fram hjá einstaklingum.
Rannsóknin snéri að því að skoða hvort starfsmenn Íslandsbanka á Lynghálsi upplifi kulnun í störfum sínum. Skoðað var hvort munur væri á kulnun sem tengist starfsmönnum persónulega, eða einstaklingsmiðaðri kulnun, kulnun sem tengist starfi þeirra og kulnun sem tengist viðskiptavinum þeirra. Skoðað var hvort ákveðnir þættir í bakgrunni þátttakenda hefðu áhrif á upplifaða kulnun. Skoðað var kyn, aldur, starfsaldur, menntun, í hvaða deild einstaklingar starfa og hvort að munur væri á kulnun eftir því hvort einstaklingar væri í stjórnunarstöðu eða ekki.
Til að skoða kulnun var notast við spurningalista Copenhagen Burnout Inventory en þar er stig kulnunar greint eftir þremur sviðum sem eru einstaklingsmiðuð kulnun, starfstengd kulnun og kulnun tengd viðskiptavinum. Spurningalistinn var lagður fyrir 209 einstaklinga en 124 svöruðu honum. Svarhlutfall var því 59%.
Megin niðurstaða rannsóknarinnar er sú að lítil kulnun mældist hjá svarendum spurningalistans. Mestu kulnun var þó að finna í þáttum sem tengdust störfum hjá einstaklingum sem hafa starfað hjá bankanum í 6 til 20 ár. Hins vegar er ekki hægt að alhæfa um niðurstöður þar sem spurningalistinn var eingöngu lagður fyrir lítinn hóp starfsmanna Íslandsbanka.
In this thesis the main emphasis is on the concept of burnout and the main factors that reveal themselves when individuals experience burnout.
In the research the researcher examined if employees in a bank called Íslandsbanki at Lyngháls in Reykjavík, experienced burnout within their area of work. What was analyzed was if there was a difference between burnout associated with employees personally or what we call individualized burnout and then if the burnout is associated with their jobs or the customers they serve.
Participants backgrounds where kept in mind and factors such as sex, age, employment age, education, departments within the bank and if or not the participant was in an executive position were used to determine which factor led to experienced burnout.
A questionnaire called the Copenhagen Burnout Inventory was used to examine burnout. In this questionnaire burnout is divided between three fields; individualized burnout, professionalized burnout and then burnout associated with customers. The questionnaire was sent to 209 individuals and the replies where 124. The answering ratio was 59%.
The main conclusion of this research is that there is very little burnout measurable within these participants. Individuals that have been in their profession for 6 years and up to 20 years have the highest noticeable burnout. In any case, there is no possibility of generalizing these conclusions seeing that the questionnaire was only presented to a very small ratio of Íslandsbanki employees.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásta Sigríður Skúladóttir MS 2011.pdf | 1.17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |