en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10056

Title: 
 • Title is in French "Je me souviens." L’aménagement linguistique du français au Québec
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Margir vita að í Québec-fylki í Kanada er töluð franska, en fæstir þekkja nokkuð til sögu fylkisins og þess fólks sem það byggir. Þótt Kanada hafi upprunalega verið frönsk nýlenda þá er ekki sjálfgefið að Québec-búar tali frönsku í dag, þar sem þeir hafa verið undir miklum þrýstingi af hendi samlanda sinna og ensku krúnunnar um að taka upp enska tungu. Sem dæmi þá þarf ekki að leita lengra aftur í tímann en til daga Seinni heimstyrjaldarinnar þegar forseti Bandaríkjana býður forsætisráðherra Kanada hjálp sína við að aðlaga frönskumælandi íbúa (fr. francophone) Kanada að tungu og siðum enskumælandi (fr. anglophone) samlanda sinna.
  Í þessari ritgerð er ætlunin að skoða þá umgjörð sem frönsku er búin í Québec-fylki. Vangaveltur um stöðu enskunnar eru aldrei langt undan, enda verður að líta á alla viðleitni yfirvalda sem andsvar gegn sterkri stöðu hennar. Litið er á sögulegar forsendur málstefnu og -skipulags (fr. aménagement linguistique, e. linguistic planning) fylkis-yfirvalda, sem og þau ráð sem yfirvöld hafa notað til að vernda rétt íbúanna til að lifa sínu lífi á frönsku. Kastljósinu er sérstaklega beint að stöðu frönskunnar og skipulagningu hennar (fr. aménagement du statut) en jafnframt líka að skipulagningu tungumálsins sem slíks (fr. aménagement du corpus) og umgjörð (ný)mælenda (fr. aménagement de l‘acquisition). Sérstaka athygli fá þau svið mannlífsins sem þykja umfram önnur mikilvæg í þessu samhengi, það er efnahagslífið, grunnskólarnir og innflytjendamál. Út frá þessu er svo varpað fram spurningunni um lífslíkur frönskunnar.
  Ætlunin er semsagt að þessi ritgerð gefi yfirlitsmynd af umhverfi franskrar tungu í Québec eins og það er í dag en jafnframt leitast við að veita lesandanum innsýn í þjóðfélagið í Québec.

Accepted: 
 • Sep 14, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10056


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Je_me_souviens.pdf620.15 kBOpenHeildartextiPDFView/Open