is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10059

Titill: 
  • Evrópusambandsumræða í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu: Hlutlaus eða hliðholl?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um Ísland í evrópsku samstarfi og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hlutverk fjölmiðla í þessu sambandi er skoðað og þá er rýnt í fréttaumfjöllun Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um aðild og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið.
    Í ritgerðinni er farið yfir sögu Evrópusambandsins, helstu stofnanir þess og kenningar um Evrópusamruna. Einnig er fjallað um stöðu Íslands í evrópsku samstarfi og greint frá Evrópusambandsumræðu helstu stjórnmálaflokka landsins. Hugtakið fjölmiðlar og hlutverk þeirra er skilgreint. Stuttlega er fjallað um nokkrar kenningar um fjölmiðla og í því sambandi er „Propaganda módel“, eða „áróðursmódel“ Edward Hermans og Noam Chomskys sérstaklega skoðað. Að því loknu er fjallað um innihaldsgreiningu Creditinfo um umfjöllun Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um aðild og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Helstu niðurstöður athugunnar voru þær að Morgunblaðið fjallaði oftar á neikvæðan hátt um báða málefnaflokka heldur en Fréttablaðið. Ástæður þess hví blöðin fjalla um málefnið á þann hátt sem þau gera er mögulega hægt að rekja til eignarhalds á blöðunum og auglýsenda en það eru tvær af hinum fimm „síum“ sem áróðursmódel Hermans og Chomskys fjallar um.

Samþykkt: 
  • 14.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf604.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna