en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10061

Title: 
  • Title is in Icelandic Þróun lýðræðis í Botsvana og Sambíu: Áhrif alþjóðavæðingar
Submitted: 
  • February 2010
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangurinn með þessari ritgerð er að athuga hvort alþjóðavæðing hafi haft áhrif á lýðræðisþróun í sunnanverðri Afríku og hver séu möguleg áhrif alþjóðavæðingar á velgengni landa. Til að komast að því er saga Botsvana og Sambíu tekin fyrir frá 1970 til 2011. Til að meta stöðu ríkjanna eru skilgreiningar Scholte og Giddens notaðar. Einnig eru notuð gögn um breytingar á markaðsverði demanta og kopars frá 1970 auk frelsismælinga Freedom House. Gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum eru síðan notuð til að sjá hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að njóta góðs af alþjóðavæðingunni og verða þau borin saman við sögu landanna. Niðurstaðan er sú að alþjóðavæðing hefur talsverð áhrif á lýðræðisþróun landa og því er mikilvægt fyrir ríki að halda uppi stefnu sem verndar samfélagið gegn þeim áföllum sem það gæti mögulega orðið fyrir í kjölfar hennar og einnig til að verða efnahagslega farsæl. Tengingin milli góðs efnahags landa og lýðræðisþróunar er mikil og hefur alþjóðavæðing haft misgóð áhrif á efnahag landanna tveggja. Kalda stríðið hafði einnig bæði góð og slæm áhrif á lýðræðisþróun Botsvana og Sambíu en stríðið hafði áhrif á ríkjandi hugmyndafræði ríkisstjórna landanna, bæði fyrir og eftir fall kommúnisma.

Accepted: 
  • Sep 14, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10061


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Erna Rósa-Ritgerð.pdf458.16 kBOpenHeildartextiPDFView/Open