is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10062

Titill: 
 • Hvað hvetur fólk til sjálfboðastarfa? Persónulegar ástæður sjálfboðaliða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með vaxandi þátttöku í sjálfboðastarfi hefur skapast þörf fyrir aukna þekkingu á því hvernig megi hvetja sjálfboðaliða áfram og vinna með þann mannauð sem í þeim býr.
  Markmið þessarar rannsóknar var að bæta við fræðilega þekkingu á sjálfboðastarfi og auka við hagnýta þekkingu því tengdu. Tilgangur rannsóknar var að draga fram mikilvæga þætti sem gefa til kynna hvað hvetji fólk til sjálfboðastarfa og hvaða persónulegu ástæður liggi þar að baki. Þá var reynt að meta mikilvægi umbunar, hvort hún skipti máli og þá hvers kyns umbun skuli einna helst beita þegar kemur að því að hvetja sjálfboðaliða áfram. Ætla má að hagnýta megi niðurstöður þessarar rannsóknar innan starfsemi skipulagsheilda sem treysta á vinnu sjálfboðaliða.
  Eigindlegri aðferðafræði var beitt og alls voru tekin 11 viðtöl við breiðan hóp sjálfboðaliða sem starfa eða hafa starfað hjá Rauða krossi Íslands og Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
  Niðurstöður rannsóknar sýna að fjölbreyttar ástæður liggi að baki sjálfboðastarfi fólks og fleiri en ein ástæða geti verkað sem hvati hverju sinni. Helst ber að nefna gildismat sjálfboðaliða sem vilja vinna óeigingjarnt starf af hreinni fórnfýsi og hugsjón í þágu annarra. Aðrir sinna sjálfboðastarfi ánægjunnar vegna, af áhuga, til að öðlast betri líðan eða vegna félagsskaparins sem starfið veitir. Helstu áhrifavaldar að baki sjálfboðastarfi fólks er sú reynsla sem fólk á að baki. Reynslan verkar þá hvetjandi og getur leitt til þess að fólk vilji liðsinna öðrum í sömu sporum og það hefur sjálft verið í. Sjálfboðaliðar leiðast einnig út í starfið af áhuga, forvitni eða vegna félagslegs þrýstings. Sjálfboðaliðar vilja sjá persónulegan ávinning af starfinu líkt og að öðlast ákveðna reynslu eða þekkingu og svo virðist sem sumir sjálfboðaliðar leitist eftir því að geta bætt sjálfboðastörfum á ferilskrá sína.
  Niðurstöður benda til þess að vissir þættir hvetji sjálfboðaliða áfram til starfa líkt og hollusta gagnvart félaginu sem þeir vinna fyrir eða gagnvart náunganum. Málstaðurinn sem unnið er að er einnig hvatning, sem og félagsskapur, sjánlegur árangur og þekkingarleit.
  Umbun virðist skipta töluverðu máli þegar kemur að því að viðhalda hvata sjálfboðaliða og þeir leggja mesta áherslu á að umbunin felist í því að starf þeirra sé metið að verðleikum. Þá finnst þeim umbun geta verið sjánlegur árangur starfsins, eða möguleikinn á því að njóta aðgengis að búnaði og þjálfun. Sjálfboðaliðar vilja einnig upplifa endurgjöf og þakklæti í sinn garð, sem og félagsins sem þeir vinna fyrir.

 • Útdráttur er á ensku

  As volunteering has increased so has the need for further theoretical knowledge regarding how to motivate and manage volunteers using human resource management.
  The goal of the research was to enhance theoretical knowledge of volunteering and the reasons why people volunteer in addition to improve upon the practical knowledge in that respect. The purpose of the research was to bring to light important indicators as to what motivates people to volunteer and wich personal reasons lie behind doing so. An attempt was also made to assess the importance of rewards, whether they matter and then what kind of reward should be employed when it comes to motivating volunteers. It can be concluded that the findings of this research can be utilized within organizations that rely on volunteers.
  A qualitative research method was used and an eleven people sample was chosen. The examineeres we a wide group of volunteers who work or have worked for the Icelandic Red Cross and the Icelandic Association for Search and Rescue.
  The main findings of the research show that various reasons lie behind people’s volunteer work and that more than one personal reason can motivate volunteering. The main reason being the values of volunteers who want to do work out of unselfishness due to pure altruism and a vision for the interest of others. Others work simply because of the enjoyment, interest, the feeling or for the companionship the work provides. The main effect behind people volunteering is their personal experience. The experience motivates and can lead to people wanting to help others who are going through what they themselves have gone through. Volunteers also turn to volunteering due to sheer interest, curiosity or social pressure. Volunteers want to see personal benefits of volunteering, like gaining a certain experience or knowledge. It seems that some volunteers want to be able to put volunteering on their résumé which in turn leads to increased chances of employment or a specific career.
  Certain factors motivate volunteers, such as loyalty towards the organization for which they work or for their fellow man. The cause being worked on is also a motivation as well as companionship, visible results and a quest for knowledge.
  The importance of rewards in relation to volunteering seems substantial. Volunteers put the major emphasis on rewards that imply their work is valued and they also seek for the satisfaction in seeing the results of their work. They also want to experience feedback and gratitude for themselves and the organization for which they work for. They also feel that it is a certain reward to have access to equipment and training.

Samþykkt: 
 • 14.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað hvetur fólk til sjálfboðastarfa.pdf525.03 kBLokaðurHeildartextiPDF