is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10063

Titill: 
 • Verkfærakista hagsmunasamtaka. Samanburður á aðferðum hagsmunasamtaka í landbúnaði og ferðaþjónustu til áhrifa á ákvarðanir og stefnumótun í opinberri stjórnsýslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í meistararitgerð minni í opinberri stjórnsýslu skoða ég þær aðferðir sem hagmunasamtök í landbúnaði, Bændasamtök Íslands (BÍ), og hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, Samtök Ferðaþjónustunnar (SAF), beita til að hafa áhrif á ákvarðanir og stefnumörkun stjórnvalda. Einn megintilgangur beggja samtakanna er að gæta hagsmuna sinna atvinnugreina. Mikilvægur hluti þeirrar hagsmuna-gæslu er að hafa áhrif á ákvarðanir og stefnumótun í opinberri stjórnsýslu.
  Ýmsar fræðikenningar, einkum kenningar um margræði og samráðshyggju, eru skoðaðar en einnig stefnugluggi Kingdons, smáskrefakenning Lindbloms og líkan Dafts um æviskeið skipulagsheilda. Kenningarnar eru bornar saman við þær aðferðir sem hagsmunasamtökin velja til að ná baráttumálum sínum í gegn. Meginleiðin varðandi gagnaöflun í þessari eigindlegu rannsókn er viðtöl við tólf einstaklinga sem þekkja hagsmunabaráttu BÍ og SAF sérlega vel.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ólíkar aðferðir þeirra hagsmuna-samtaka sem hér eru bornar saman til að hafa áhrif á stjórnsýsluna endurspegla ólíka gerð þeirra. Samtök ferðaþjónustunnar eru mun yngri og kynna atvinnugrein sem er í sókn og uppbyggingarfasa. Þau sýna meiri sveigjanleika í sínum aðferðum og nýta óformlegri leiðir í samskiptum við stjórnsýsluna í meira mæli en Bændasamtökin. BÍ eru þyngri í vöfum og formlegri. Þau kynna atvinnugrein sem virðist óska eftir óbreyttu ástandi fremur en sókn og kemur það fram í þeirri starfsemi hagsmunasamtakanna sem snýr að hagsmunagæslu. Sömuleiðis virðist sem stjórnsýsluhlutverk samtakanna íþyngi hagsmunagæslunni og geri samtökin of háð stjórnvöldum.
  Öflugt upplýsingaflæði beggja hagsmunasamtaka til stjórnsýslunnar er afar árangursrík leið til að hafa áhrif á stjórnvaldsákvarðanir. Því meiri upplýsingar sem stjórnsýslan fær því meiri líkur eru á því að mál verði tekin á dagskrá. Sömuleiðis hafa hagmunasamtökin töluvert um það að segja hvaða upplýsingar fulltrúar stjórnsýslunnar fá og þar af leiðandi hvaða mál komast á dagskrá.
  Athygli vekur einnig að hagsmunagæslan er að stórum hluta persónuleg sem þýðir að hún er oft framkvæmd utan og án vitneskju samtakanna.

Samþykkt: 
 • 14.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkfærakista hagsmunasamtaka_lokaútgáfa.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ég vil hafa aðganginn að ritgerðinni opinn en leyfi hvorki vistun né prentun hennar