is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10071

Titill: 
  • Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Samstarf eða vísir að þriðja stjórnsýslustigi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru landshlutasamtök sveitarfélaga og verkefni þeirra. Velt er upp spurningum um umboð stjórna samstarfsverkefna og hvort um umboðsvanda og skort á lýðræðislegri ábyrgð sé að ræða í þeim. Einnig er skoðuð opinber stefna varðandi landshlutasamtök og hvort þau séu vísir að þriðja stjórnsýslustiginu.
    Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og er tilviksgreining á Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
    Við gagnaöflun var annars vegar stuðst við hefðbundna heimildaöflun en hins vegar viðtölum við ellefu einstaklinga sem tengjast SSV.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að SSV séu vísir að þriðja stjórnsýslustiginu með sívaxandi hlutverki sínu í ýmsum verkefnum og samskiptum við opinbera aðila. Einnig kom í ljós að við stjórnun samstarfsverkefna í landshlutanum er talsverður umboðsvandi. Lýðræðisleg ábyrgð á samstarfsverkefnunum var nokkuð góð en þó voru á henni hnökrar. Niðurstöður sýndu að umboðsvandinn og sömuleiðis ákveðin vandamál varðandi lýðræðislega ábyrgð eru tilkominn vegna þess að SSV eru frjáls félagasamtök. Þau geta því hannað verkefnin á ýmsan hátt og sjaldnast segja einhver lög eða reglur til um hvernig stjórn verkefnanna skuli skipuð. Til að koma í veg fyrir þennan vanda þá er þörf á skýrri opinberri stefnumörkun varðandi landshlutasamtökin og verkefni þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this paper is the regional organisations of municipalities and their projects. The paper addresses the principal agent problems as they appear in the boards of the project partnerships of the regional municipalities. The paper also addresses the question of whether there is a lack of democratic responsibility in these boards. Finally the paper studies the public policy towards these regional organizations, and asks whether they are a fledgling third administrative level (a third tier).
    Qualitative methods were used in this study, which is primarily a case study of the Federation of Municipalities in the West (SSV). The data comes from general references, public data bases and from tape recording of interviews with eleven individuals connected to SSV.
    The study indicates that SSV has somewhat the role of a third administrative level. It has a growing role in various projects. The study also indicates that democratic responsibility is adequate, despite several flaws, but there is a considerable principal agent problem. The problem stems from the fact that SSV is a non-profit organisation based on voluntary membership of the municipalities. SSV and the municipalities run the projects and have a relatively free hand to do so, and quite often the legal framework is inadequate. The author is of the opinion that this legal framework needs to be fixed.

Samþykkt: 
  • 15.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal 14.09. Jónína Erna.pdf983.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna