Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10073
Í þessari ritgerð verður fjallað um eigindlega rannsókn sem framkvæmd var til að freista þess að svara þeirri spurningu hvers vegna konur sækjast í minna mæli en karlar eftir forystusætum á framboðslistum stjórnmálaflokkanna. Tekin voru viðtöl við sex núverandi og fyrrverandi þingkonur, úr Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, sem sóst hafa eftir sæti mjög ofarlega á framboðslistum í tveimur kjördæmum. Í upphafi ritgerðarinnar er kynning á fræðilegum þáttum sem talin eru hafa áhrif á stjórnmálaþátttöku kvenna. Þá er farið stuttlega yfir þróun stjórnmálaþátttöku kvenna á Íslandi almennt og svo stöðu kvenna í tveimur íslenskum stjórnmálaflokkum; Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Því næst er rannsóknaraðferðin og framkvæmd rannsóknarinnar kynnt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru því næst greindar í fjórum köflum. Að lokum eru niðurstöðurnar dregnar saman og svarið við rannsóknarspurningunni kynnt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Konur_karlar_og_forystusæti_a_frambodslistum.pdf | 510.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |