is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10074

Titill: 
  • Að græða og græða. Þekking og þöggun náttúruverndar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Baráttan um verndun náttúrunnar og togstreitan um nýtingu hennar verður skoðuð með breiðlinsum kynjafræðinnar. Leiðir sú skoðun okkur að hugmyndum um gróða í samfélagi stórfyrirtækja sem hafa það að markmiði að græða á náttúruauðlindum, sem eitt sinn voru og sumar eru í eign samfélags mannvera. Skoðað verður hvernig kyngervi sem valdakerfi hefur áhrif á þöggun þekkingar þeirra sem hafa aðrar raddir en ríkjandi valdhafar. Raddir þeirra sem vilja vernda og nýta eru margar og fjölbreyttar, allt frá listafólki sem vill nýta náttúruna og til orkuframkvæmdaaðila sem vilja vernda. Hver er reynsla þeirra sem tekið hafa virkan þátt í náttúruverndarbaráttunni, hvaða hugmyndir hafa þau um gróða? Er hægt að græða og græða án þess að raska gróanda landsins og jafnvægi lífríkja og vistkerfa?
    Aðferðafræði eigindlegra rannsókna mynda undirstöðu í þekkingarleit þessari, þar sem stefnt er að grundaðri kenningu um ofangreind atriði. Tekin voru sjö viðtöl við sex einstaklinga og framkvæmdar fimm þátttökuathuganir frá september 2009 til ágúst 2011. Niðurstöður benda til þess að raddir þeirra sem fara vilja hægar í stórframkvæmdir í og við íslenskar náttúruauðlindir ná ekki sama hljómgrunni og raddir þeirra sem hafa hæst, stórframkvæmdasinna. Jaðarsetning þeirra sem vilja vernda verður jafnvel til þess að þekking þeirra týnist í ryki og sprengikrafti framkvæmdaoffars í náttúrunni.

Styrktaraðili: 
  • Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Samþykkt: 
  • 15.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tbj.2011.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna