is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10075

Titill: 
  • Hulunni svipt. Orðræðugreining á umfjöllun um „bannið gegn búrkunni“ í frönskum fjölmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa tilteknu ljósi á afmarkaða umfjöllun í frönskum fjölmiðlum um „bannið gegn búrkunni“ sem sett var í Frakklandi í október árið 2010. Notast er við eigindlegar aðferðir, byggðar á orðræðugreiningu í anda Michel Foucault og aðferðum grundaðrar kenningar, til þess að svara þremur tengdum rannsóknarspurningum: Hvernig hefur lagasetningin verið gagnrýnd og réttlætt, með hvaða hætti hefur orðræðu um kvenfrelsi, jafnrétti kynjanna og þjóðerniskennd verið beitt og hvaða mynd birtist af hinum „búrkuklæddu“ konum í umfjölluninni. Kenningar tengdar póststrúktúralima, femínisma og þjóðernishyggju mynda hinn kenningafræðilega grunn sem greining á umfjölluninni byggist á. Þær veita auk þess viss svör við spurningunum þar sem þær varpa ljósi á þrjú meginþemu umræðunnar, en á þeim byggist réttlæting og gagnrýni á lagasetninguna. Þemun birtast í ólíkum táknmyndum heildarslæðunnar þar sem hún er ýmist talin fela í sér vandamál sem tengjast frelsi kvenna og virðingu, tákn um bókstafstrú og öfga eða ógn við franskt samfélag og þau gildi sem það grundvallast á. Í táknmyndunum birtust konurnar sem fremur einsleitur hópur því hverri táknmynd var varpað fram sem vissri alhæfingu. Sú umræða sem náði út fyrir táknmyndirnar varpaði hins vegar margslungnara ljósi á konurnar og sýndi fram á hversu flókið umfjöllunarefnið er.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation is to examine the discussion in the French media concerning the „ban on the burqa“ which was passed as law in October of 2010. Qualitative research methods, based on a foucauldian discourse analysis and the methods of Grounded Theory, are utilised to answer three linked research questions. How the proposed law was criticized and justified, how a discourse on women’s liberation, gender equality and nationalism was used in the discussion and how the “burqa women” were presented in the media. Post-structuralism, feminism and nationalism form the theoretical framework on which the discourse analysis is based. The theories do not only give certain answers to the research questions but furthermore are directly linked to the three main themes analysed in the media discussion. These themes form the basis of how the law was justified and criticised. The themes appear in various symbols linked to the integral veil (fr. voile intégral) in which this veil is seen to be directly associated with women’s freedom and respect, as a symbol of fundamentalism and extremes or a threat to French society and the values on which it is based. In connection to the symbols, the women appeared as a rather homogeneous group since each symbol was used to describe a whole group. Where the symbols were abandoned in the discussion, a more diverse picture emerged which illustrates the complexities of the topic examined.

Samþykkt: 
  • 15.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HulunniSvipt.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna