Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10076
Kynferðislegt ofbeldi í stríðsátökum er útbreitt og umfangsmikið vandamál. Kynferðislegt ofbeldi hefur sett mark sitt á stríðsátök í hunduð ára, en það sem hefur þó breyst á síðustu árum er að átökin hafa færst frá vígvöllum yfir í hið borgaralega líf þar sem gerðar eru aðfarir að óbreyttum borgurum. Konur eru í auknum mæli orðnar skotmörk vopnaðra hópa, þar sem þeim er kerfisbundið nauðgað í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Í þessari ritgerð er fjallað um orsakir kynferðislegs ofbeldis og hvernig hægt er að notast við ýmsar kenningar til að útskýra birtingarmyndir, umfang og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í stríðsátökum. Að auki er farið yfir helstu úrræði alþjóðasamfélagsins og hvort eða hvernig þau taka á rótum vandans. Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í þessum efnum og hafa með ályktunum um konur, frið og öryggi sett ný viðmið fyrir alþjóðasamfélagið sem leggja grunninn að bættri stöðu kvenna á átakasvæðum. UN Women er sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, en stofnunin leggur sérstaka áherslu á útrýmingu kynferðislegs ofbeldis í stríðsátökum. Að lokum er vakin athygli á ábyrgð stjórnvalda í ríkjum þar sem kynferðislegt ofbeldi er látið viðgangast, en ef vilji stjórnvalda er ekki fyrir hendi reynist erfitt að ná ákjósanlegum árangri í þessari baráttu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðrún Ósk.pdf | 647.55 kB | Lokaður | Heildartexti |