is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10079

Titill: 
  • Titill er á þýsku Emil und Nonni. Zwei Kinderbücher im Vergleich
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Iðnvæðingin á 19.öld varð til þess að stórborgir mynduðust með miklum hraða. Svona miklar Þjóðfélagsbreytingar höfðu áhrif á þróun bókmennta og urðu þarna til svokallaðar borgarbókmenntir. Þessi þróun átti sér einnig stað í barnabókmenntum.
    Stefna þessarar ritgerðar er að bera saman tvær barnasögur sem fjalla báðar um stráka sem fara í fyrsta skiptið til stórra borga. Önnur sagan heitir "Emil und die Detektive" eftir Erich Kästner og hin heitir "Die Stadt am Meer" eftir Jón Sveinsson sem er betur þekktur sem "Nonni". "Die Stadt am Meer" kom út 1922 á þýsku og ári seinna var hún þýdd yfir á íslensku og heitir "Borgin við Sundið". "Emil und die Detektive" var gefin út árið 1929. Þær voru sem sagt gefnar út á svipuðum tíma og teljast til fyrstu borgarbókmennta í barnabókmenntageiranum.
    Í ritgerðinni mun ég aðalega bera saman aðalsöguhetjurnar, þá Emil og Nonna. Ég ætla að komast að því hvað þeir eiga sameiginlegt. Ég mun bera saman persónuleika þeirra og aðstæður í lífinu. Síðan mun ég bera saman tengsl þeirra við mæður þeirra. Í þeim kafla fer ég ítarlega í trúarlegt uppeldi, áhyggjur mæðranna og aðskilnaðinn við þær. Í lokin ber ég saman aðalsöguhetjurnar og borgirnar þar sem ég athuga einnig rýmið sem börnin hafa í borginni.

Samþykkt: 
  • 16.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Germanistik.pdf346.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna