is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10084

Titill: 
 • Að horfa er skapandi athöfn : sjónrænir þættir í íslensku landslagi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á sjónræna þætti og myndmál landslagsins sem umlykur okkur dagsdaglega. Niðurstaðan ætti að nýtast á breiðu sviði. Fjallað er um áhrif þess að raungera þekkinguna með reynslu, mikilvægi þess að ferlar í listum verði sýnilegri og virkjaðir annars staðar en í listheiminum og nauðsyn þess í víðu samhengi að auka skilning og tilfinningu fyrir náttúru og myndmáli.
  Til að nálgast sjónrænu þættina var gerð grein fyrir og síðan unnið kerfisbundið eftir aðferðafræði sem Simon Bell (1993) hefur sett fram. Við skilgreiningu á hvað er landslag var unnið út frá Evrópska landslagssáttmálanum. Aðferðafræðin byggir á að greina sjónræna grunnþætti í landslagi, þ.e. punkt, línu, flöt og rúmtak. Þessir grunnþættir geta síðan raðast saman og myndað ólíkt sjónrænt munstur. En hvernig augað skynjar umhverfið ræðst af ákveðnum breytum sem gerð er grein fyrir. Þá er fjallað um heildaryfirbragð landlags og innbyrðis samspil ólíkra þátta í landslagi.
  Meginniðurstaðan er að nálgun Bell hentar vel til að skoða íslenskt landslag. Ekki síst er það meðvitundin um áhrif breytileikans sem á vel við. En þættir sem tengjast breytileika vegna birtu og veðurs eru mjög afgerandi, eins víðsýnin og lárétt stefna sjóndeildarhringsins.
  Verkefnið er innlegg í umræðuna um umhverfislæsi og hefur skírskotun í skólasamfélagið sem fræðasamfélagið. Mikilvægi vitundar um heimabyggð og tilfinning fyrir nærumhverfi kemur sterkt fram bæði í markmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýrri aðalnámskrá fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla. Miklar breytingar eru að verða á ásýnd landsins með tilkomu aukinnar skógræktar og við mat á umhverfisáhrifum og skipulagsgerð skal taka tillit til sjónrænna þátta og þekking á því sviði því afar mikilvæg. Loks er verkefninu ætlað að auka tilfinningu fyrir lífrænum ferlum, breytingum í lit og formi og styrkja hæfileikann til að njóta og gleðjast yfir sjónrænum gjöfum í amstri hversdagsins og skynja hversu að athöfnin að horfa getur verið skapandi.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this project is to study and shine a light on visual elements and the figurative language of the landscape which surrounds us each and every day. The outcome should be beneficial in itself as well as in educational theory. It should not be restricted by certain age, specific outdoor classrooms or development projects. The influence of learning by experience is explored, as well as the importance of making artistic traces more visible and useable, outside the art world. The necessity of increasing understanding and feeling for nature as well as having faith in the figurative landscape is shown in broader sense.
  The methodology of Simon Bell is introduced and used systematically to approach the visual aspects. The European landscape convention is used to answer the question.”What is a landscape?” The main conclusion of the analysis is that Bells´ approach is suitable when looking at Icelandic landscape. The awareness of the influence of modification is extremely appropriate. Factors that have to do with light and weather are very distinct as is the open-mindedness and the level horizon. It is surprising to see how obvious and common the basic factors are i.e. the dot, the line, surface and capacity. This project should be a contribution when discussing how legible the environment is and it should refer to schools as the society of studies.
  The importance of awareness and feeling for one´s home ground is emphasized in the objectives of the UN and in the new curriculum for kindergartens, elementary schools and secondary schools. The appearance of the land changes rapidly due to the strengthening of forestry, and when environmental impact is valued and plans are made, the visual aspects must be taken into consideration. Specialized knowledge in this field is therefore necessary.
  This project, is more than anything, meant to stimulate the sensation for biological factors and alterations in shape and color and to strengthen the ability to enjoy the visual gifts we are faced with in our everyday life and to realize how watching can in fact, be creative.

Samþykkt: 
 • 16.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf10.97 MBLokaðurHeildartextiPDF