is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10085

Titill: 
 • Hið lifandi og kæfandi afl innan kennslustofunar. Hvernig kennari vil ég vera?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í mér togast á öfl. Og það er stöðug barátta um að ná jafnvægi í sálinni. Friedrich Nietzsche kallaði þau Díonýsos og Appolló eftir grísku guðunum tveimur, Lao Tse talaði um Ying og Yang og Rudolf Steiner sagði sálina einfaldlega búa í tveimur ríkjum, ríkjum efnis og anda. Ég gæti haldið áfram að telja upp merkar manneskjur sem töluðu um álíka átök í sálum manna, en læt það vera. Þessi ritgerð fjallar ekki um það sem merkir menn hafa sagt. Hún fjallar um stríðið á milli þessara tveggja ríkja og hvernig það birtist í athöfnum manna, nánar tiltekið í athöfnum mínum og vinnu innan kennslustofunnar.
  Í rannsókn minni, sem er starfendarannsókn, reyni ég varpa ljósi á þá togstreitu sem ég var farin að upplifa í eigin kennslu. Til að skilja hvar rætur þeirrar togstreitu lágu hélt ég dagbækur (rannsóknardagbók, leiðardagbók, lestrardagbók), tók ljósmyndir og myndbandsupptökur í kennslustundum og tók stutt viðtöl við nemendur sem ég ígrundaði í ljósi hugmyndafræði Rudolf Steiners um hið lifandi og deyjandi afl. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að sú togstreita sem birtist í samskiptum mínum við nemendur átti upptök sín í fastmótuðum hugmyndum um hlutverkaskipti kennara og nemenda innan kennslustofunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  There are forces that battle within me. Their battle is a constant struggle to maintain a balance of the soul. Friedrich Nietsche called these forces Appollo and Dyonisos after the two Greek gods, Lao Tse spoke of them as Yong and Yang and Rudolf Steiner simply said that the soul lived in two domains, matter and spirit. I could continue listing all the important people who have talked about a similar conflict in the souls of men, but I will not, for this essay is not about what great thinkers have said. This essay is about the battle between the two domains and how it appears in the act of men, namely in my own actions and work inside the classroom.
  In this research, which is an action research, I try to shed some light on the conflict that I was begioning to experience in my own teaching. In order to understand where the roots of this conflict lie, I kept diaries (research journal, planning calendar, reading diary), I took photographs and videos from my class­ es as well as short interviews with some students that I valuated through the contemplation of Rudolf Steiner on the living and dying forces of life. The results showed that the contradiction that appears in my relationships with students had their origin in deeply rooted ideas about the roles of teachers and students within the classroom development.

Samþykkt: 
 • 16.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf46.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna