is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1009

Titill: 
 • Íslenskur útflutningur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni var reynt að áætla hversu mikið fjármagn fyrirtæki og hið opinbera leggja í útflutningstengdar aðgerðir s.s kostnað og styrki. Einnig hvernig þessum fjármunum er deilt niður í útflutningstengdar aðgerðir.
  Útflutningur Íslendinga hefur vaxið mikið á síðustu árum og flytja þeir út margskonar vörur og þjónustu og má þar m.a. nefna sjávarafurðir, lækningatæki, íslenskan hugbúnað, ál, skinn og fleira.
  Til þess að fá einhverja mynd af þeim kostnaði sem hið opinbera og fyrirtæki leggja í útflutning var haft samband við íslensk ráðuneyti og stærstu útflutningsfyrirtæki Íslands. Í ljós kom að hið opinbera veitir ýmsa styrki í ákveðin útflutningsverkefni, íslenskar stofnanir veita almennar og sérhæfðar upplýsingar, sem snúa að útflutningi, og að auki veita opinberir aðilar óbeina styrki, s.s. í formi námskeiða.
  Til að fá upplýsingar um útlagðan kostnað fyrirtækjanna var send út könnun þar sem fyrirtækin voru beðin um að svara nokkrum spurningum um kostnað tengdum útflutningi. Kostnaður fyrirtækja lá að mestu leyti í markaðskostnaði, launatengdum kostnaði, ferðakostnaði og dreifingarkostaði. Niðurstöðurnar leiða í ljós að útflutningskostnaður Íslendinga er frekar hár en að öllum líkindum eðlilegur þar sem Ísland er eyja í Atlandshafinu, langt frá þeim markaðssvæðum sem íslensk fyrirtæki eiga viðskipti við. Áætla má að hið opinbera leggi aðeins brot af heildarveltu útflutnings í útflutningshvetjandi aðgerðir sem þarf að nýta með markvissari hætti m.a. með því að bæta aðgengi útflutningsfyrirtækja að styrkjum, námskeiðum og upplýsingum.
  Lykilorð:

  Opinberir styrkir,
  Útflutningsverðmæti,
  Útflutningskostnaður,
  Útflutningsráð Íslands,
  Útflutningur.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
islutfl.pdf679.87 kBLokaðurÍslenskur útflutningur - heildPDF
islutfl_e.pdf113.6 kBOpinnÍslenskur útflutningur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
islutfl_h.pdf137.87 kBOpinnÍslenskur útflutningur - heimildaskráPDFSkoða/Opna
islutfl_u.pdf113.94 kBOpinnÍslenskur útflutningur - útdrátturPDFSkoða/Opna