is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10093

Titill: 
  • Frelsi til að fjötra náttúruna. Greining á skáldsögunni Freedom út frá sjónarhorni vistrýni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skáldsagan Freedom eftir bandaríska rithöfundinn Jonathan Franzen greind frá sjónarhóli vistrýni en það er nýleg stefna í bókmenntagagnrýni. Í þess konar rýni er texti settur í samhengi við umhverfisfræði og til grundvallar eru því alls kyns vistfræðilegir textar. Greind eru helstu umhverfisvandamál sem birtast í frásögninni með tilliti til birtingarmynda þeirra, afstöðu verksins til vandamálanna og orsakavalda þeirra. Auk þess eru greindar þær lausnir við umhverfisvandamálum sem koma fram í textanum.
    Til grundvallar á greiningu textans liggja m.a. þrjár meginspurningar í náttúrusiðfræði þar sem notast er við skilgreiningar eftir Pál Skúlason. Út frá þeim er rýnt í það siðferði sem býr að baki aðgerðum mannanna sem stuðla að umhverfisvandamálum og einnig greint hvers konar siðferði er undirliggjandi í lausnum við þessum vandamálum. Auk þess er textinn greindur út frá skilgreiningum á mismunandi líkingamálum sem birtast oft og tíðum í umhverfismiðuðum texta.
    Þessi umhverfisfræðilega greining á skáldsögunni ber síðan uppi umfjöllun um þá gagnrýni sem birtist í verki Franzen á notkun frelsishugtaksins í bandarískum samtíma. Skoðað er hvernig hugmyndir Bandaríkjamanna um frelsi hafa áhrif á umhverfismál þar í landi. Greining á umhverfismiðuðum þráðum verksins er sem sé notuð til þess að varpa ljósi á notkun frelsishugtaksins og jafnframt þýðingu þess fyrir umhverfismál.

Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnús Örn Sigurðsson_BA-NYTT.pdf804,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna