is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10096

Titill: 
  • Viðhorf auglýsingafólks til auglýsinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna almennt viðhorf auglýsingafólks til auglýsinga, hverjir væru mikilvægustu þættirnir í gerð auglýsinga, hvaða miðill sé árangursríkastur og við hvaða miðla þátttakendur notist oftast í starfi sínu.
    Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi rafræns spurningalista. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki og stofnað var til samstarfs við fimm auglýsingastofur. Samstarfið var þannig að stjórnarformenn eða framkvæmdastjórar innan skipulagsheildanna áframsendu spurningalistann til þeirra starfsmanna sinna sem vinna við gerð auglýsinga. Rannsókn Pollay og Mittal um viðhorf almennings til auglýsinga var höfð til hliðsjónar við gerð spurningalistans og voru það í heildina 46 starfsmenn sem svöruðu listanum af þeim 125 sem fengu hann. Spurningalistinn byggði á 29 fullyrðingum en þátttakendur voru beðnir um að meta hversu sammála eða ósammála þeir væru þeim. Síðan voru þátttakendur beðnir að leggja mat sitt á hvaða miðill væri mikilvægastur og tilgreina hvaða miðla þeir notuðu mest í starfi sínu. Aðrar spurningar voru bakgrunnspurningar um kyn, aldur, menntun og starfssvið.
    Niðurstöður leiddu í ljós að almennt viðhorf auglýsingafólks til auglýsinga er jákvætt og voru þátttakendur sammála fræðunum um hlutverk og markmið auglýsinga. Í ljós kom að þátttakendur voru almennt sammála um hvaða þættir væru mikilvægastir við gerð auglýsinga en niðurstöður voru settar upp í lista þar sem 1 var mikilvægasti þátturinn og 8 síst mikilvægasti þátturinn. Í ljós kom að sjónvarpsmiðillinn, sá miðill sem talinn er árangursríkastur, var þó lítið notaður af þátttakendum í starfi þeirra. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að sjónvarpið er dýrari miðill heldur en aðrir. Í ljós kom að viðhorf auglýsingafólksins til miðlanna var á jákvæðum nótum en þátttakendur voru sammála því að birtingartími miðla skipti máli og einnig að auglýsingin sé hönnuð eftir þeim miðli sem hún á að birtast í.

Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_viðhorf_auglýsingafólks.pdf1.07 MBLokaðurHeildartextiPDF