is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10099

Titill: 
 • Um skatta og skattlagningu. Skilar hækkun skatta auknum tekjum til ríkisins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um skatta og skattlagningu á Íslandi. Ennfremur verður athugað hvort hækkun á tekjuskattshlutfalli auki tekjur ríkisins.
  Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður farið yfir tekjuöflunarkerfi ríkisins og kannað hvernig skattlagningarheimildir ríkisins eru, en þær byggjast á 77. gr stjórnarskrár Íslands frá árinu 1944. Farið verður yfir áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir fjárhagsárið 2011. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2011 áætlaði ríkisstjórn Íslands að fjárlagagatið yrði tæpir 510 milljarðar króna . Það gat hyggðist hún loka að mestu leiti með skattheimtu á heimili og fyrirtæki í landinu.
  Skattar hafa fylgt manninum í langa tíð, en til eru heimildir að þeir hafi verði notaðir 3000-2800 fyrir krist. Skattar hafa verið notaðir sem aðal tekjustofn hins opinbera í langan tíma. Árið 2010 voru þeir um 75% af heildartekjum hins opinbera.. Hægt er að skipta sköttum upp í marga flokka en algengast er að flokka þá sem beina eða óbeina skatta eða ríkis- eða sveitarfélagskatta. Tekju- og virðisaukaskattur eru þeir skattar sem hafa skilað mestum tekjum til ríkisins síðustu ár. Tekjuskattar flokkast undir beinan skatt en virðisaukaskattur er óbeinn skattur. Þessir skattar flokkast þó báðir undir ríkisskatta en útsvar og fasteinagjöld eru dæmi um sveitarfélagsskatta.
  Stefán Ólafsson, prófessor á félagsvísindasviði við Háskóla Íslands, gerði rannsókn um hvort skattalækkun ríkisstjórnar Íslands á árunum 1995-2005 hafi í raun verið skattalækkun. Stefán komst að þeirri niðurstöðu að um 90% einstaklinga í landinu hafi greitt hærri tekjuskatt á þessum árum. Ríkisstjórn Íslands lækkaði þó tekjuskattshlutfallið en einnig rýrðu þeir um leið skattleysismörkin. Samkvæmt OECD fór heildarskattbyrgði Íslendinga framúr meðaltali annara ríkja innan OECD. Engin þjóð hefur aukið skattbyrgði á einstaklinga eins mikið og Íslendingar og í raun var um heimsmet að ræða.
  Í síðasti hluta ritgerðarinnar verða rannsóknir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um það hvort hækkun á tekjuskatti skili auknum tekjum til ríkisins. Laffer-kúrfann sýnir skatttekjur hins opinber á móti skattheimtu prósentunni sem hið opinbera notar. Þegar ákveðnu hámarki er náð borgar sig að hækka skattheimtu ekki meira. Ef farið er umfram hámarkið minnkar skattheimta þó svo skattprósentan sé hærri. Svíþjóð og Sviss eru tvö dæmi sem hægt er að nota til að sannreyna Laffer-bogann. Þessar þjóðir hafa farið ólíkar leiðir í sínum skattamálum og eru þær staðsettar sitthvorumegin við hámarkið. Svíþjóð er með mun meiri skattheimtu en Sviss, skattheima Svía er 61,5% en aðeins 30% hjá Sviss. Þessar þjóðar skila þó nánast sömu skatttekjum þó svo Svíar skili aðeins hærri upphæð eða 1.125 dollurum á mann en Sviss 1.000 dollurum. Wall street Journal greindi frá því í blaðagrein árið 2007 að Ísland væri líklegast besta dæmið um áðurnefnd Laffer-áhrif í heiminum. Íslendingar lækkuðu bæði skattheimtu af fyrirtækjum og leigutekjum. Með þeirri aðgerð jukust skatttekjur hjá hinu opinbera m.v. hlutfall af landsframleiðslu.

Samþykkt: 
 • 19.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Guðlaugur T. Karlsson.pdf822.54 kBLokaðurHeildartextiPDF