is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1010

Titill: 
 • Hestatengd ferðaþjónusta á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein víða um heim og ekki hvað síst á Íslandi. Einn af mikilvægum þáttum ferðaþjónustu, er afþreyingin en fjölbreytni í afþreyingu er sífellt að aukast. Hestatengd ferðaþjónusta er einn þáttur afþreyingar. Á Íslandi á slík afþreying sér djúpar rætur í sögu og menningu þjóðarinnar. Fyrstu hestaleigur og hestaferðafyrirtæki á landinu voru stofnuð um 1970 og hefur þjónustuframboð slíkra fyrirtækja, þróast jafnt og þétt síðan. Hestatengd ferðaþjónusta felur þó í sér fleiri þætti, s.s. keppnir og mótahald, lifandi hestasýningar, minjagripagerð og sölu, hestaferðir Íslendinga á eigin vegum og fleira.
  Ritgerðin fjallar um rekstrarumhverfi hestaleiga og hestaferðafyrirtækja en það hefur lítið verið rannsakað og mikið vantar á að yfirlit þar um sé aðgengilegt. Hér er því fjallað um helstu þætti í innra og ytra umhverfi slíkra fyrirtækja, auk þess sem að velt er upp hugmyndum að áhugaverðum rannsóknarefnum í tengslum við greinina.
  Að mörgu leyti er hestatengd ferðaþjónusta lítið mótuð og ýmis verkefni bíða þeirra sem að slíkri starfsemi standa. Til að auðvelda frekari skoðun og þróun á starfsemi hestaleiga og hestaferðafyrirtækja, er SVÓT-greining byrjun. Ljóst er að þó að ýmsir veikleikar séu í rekstri fyrirtækjanna og ógnanir séu allnokkrar, þá er greinin að mörgu leyti sterk og tækifæri til eflingar og þróunar starfseminnar leynast víða. Því má áætla að framtíð greinarinnar sé björt. Til að tryggja það þarf þó að koma til samstillt átak aðila í greininni og hins opinbera.
  Nauðsynlegt er að auka samstöðu innan greinarinnar og almenna fagmennsku og gæðaeftirlit. Einnig að ganga úr skugga um að allir rekstraraðilar hafi tilskilin leyfi og að tryggingar séu í góðu lagi. Umhverfismál og þar með reiðleiðir eru einnig þættir sem huga þarf vel að í rekstrinum. Lagalegt umhverfi greinarinnar, s.s. varðandi leyfismál og menntun og hæfnikröfur starfsmanna, er enn sem komið er ómótað. Ljóst er því að þörf á rannsóknum innan greinarinnar er mikil og áhugavert væri að rannsaka nánar ýmsa þætti í innra og ytra starfsumhverfi slíkra fyrirtækja.
  Lykilorð: Hestar, ferðaþjónusta, rekstrarumhverfi, þjónusta, gæði.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hestatengd.pdf463.36 kBOpinnHestatengd ferðaþjónusta á Íslandi - heildPDFSkoða/Opna