is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10102

Titill: 
 • Faraldsfræðileg rannsókn á algengi og sjúkdómsgangi starfrænna meltingarfærakvilla á Íslandi
 • Titill er á ensku Epidemiological study on the prevalence and natural history of functional gastrointestinal disorders in Iceland
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Langvinn og endurtekin einkenni frá meltingarvegi sem ekki er hægt að finna neinar vefrænar eða lífefnafræðilegar skýringar á eru nefnd starfræn einkenni frá meltingarvegi (SEM). SEM eru algeng og allt að helmingur tíma sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum fer í að sinna þeim. SEM skiptast í þrjá meginflokka: meltu¬ónot (functional dyspepsia), heilkennið iðraólgu (irritable bowel syndrome) og brjóstsviða.
  Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði SEM hjá Íslendingum og er aðal áhersla lögð á iðraólgu (IBS), meltuónot (dyspepsiu) og brjóstsviða og þróun þeirra á tíu ára tímabili. Einungis ein önnur rannsókn hefur skoðað SEM með sambærilegri aðferðafræði og var hún framkvæmd í Olmsted County í Minnesota í Bandaríkunum (OC). Annar tilgangur rannsóknarinnar var i) að bera saman mismunandi greiningaraðferðir (Manning, Rome II, Rome III og self-report) fyrir iðraólgu á 10 ára tímabili, ii) að kanna iðraólgu og tíðaverki hjá konum og breytingar á iðraólgu við tíðahvörf, iii) að kanna þekkingu og notkun lækna á skilmerkjum til að greina iðraólgu og meðferð annars vegar og þekkingu og upplifun einstaklinga með iðraólgu á sjúkdómnum.
  Aðferðafræði
  Árið 1996 var spurningalisti sendur til 2000 manna slembiúrtaks íslendinga á aldrinum 18-75 ára sem endurspeglaði íslensku þjóðina hvað varðar kyn, búsetu og aldursdreifingu. Spurningalistinn var sendur aftur út tíu árum seinna (2006) til sama úrtaks. Spurningalistinn var byggður á “the Bowel Disease Questionnarie” sem var þýddur og staðfærður yfir á íslensku. Annar spurningalisti var sendur til 191 læknis og innihélt hann spurningar varðandi skilmerki, greiningu og meðferð á iðraólgu. Að auki var hringt í 94 einstaklinga úr fyrri rannsókninni sem uppfyltu skilmerki iðraólgu og þeir spurðir út í þekkingu þeirra á iðraólgu og greiningu og meðferð á iðraólgu.
  Niðurstöður:
  Lýðfræði: Árið 1996 var svarhlutfallið 1336/2000 (66.8%). Alls var 1180/1336 einstaklingum sendur nýr spurningalisti (156 náðist ekki í eða voru látnir), þar af svöruðu 799 (67.7%) árið 2006. Meðalaldur svarenda var 42 ár 1996 og 53 ár 2006. Fleiri konur svöruðu spurningalistanum árið 2006 (57.8%) heldur en þær sem svöruðu 1996. Svarhlutfallið var hærra hjá eldri einstaklingum en þeim yngri.
  Tíðni: Hjá einstaklingum með SEM var tíðni einkenna stöðug milli áranna 1996 og 2006: 16.9% og 17.2% á iðraólgu en 4.8% og 6.1% á meltuónotum. Upphaf einkenna í síðari könnuninni var hærri í OC rannsókninni á iðraólgu og tíðum kviðverkjum (frequent abdominal pain). Brotthvarf einkenna var svipað hjá iðraólgu og meltuónotum í báðum rannsóknum. Tíðni umskipta (transition) var mismunandi eftir undirflokkum og milli rannsókna (Ísland/OC). Sama hlutfall einstaklinga var með sömu einkenni í fyrri og síðari rannsókn. Fleiri einstaklingar voru með engin einkenni á Íslandi (52% vs. 39%;p<0.01)) og voru með önnur einkenni í síðari rannsókninni (38% vs. 23%; p<0.05)). Algengi iðraólgu var mismunandi eftir skilmerkjum; Manning sýndi hæstu tíðnina (32%) og Rome II þá lægstu (5%). Yngri einstaklingar og konur voru líklegri til að fá greininguna iðraólga. Tíðni var stöðug á tíu ára tímabili samkvæmt öllum skilmerkjum iðraólgu, að undanskildum Rome III skilmerkjunum. Tilfærsla var á öllum undirflokkum iðraólgu og sterk tengsl á milli iðraólgu, meltuónota og brjóstsviða.
  Tíðaverkir: Alls voru 254/331 (76.7%) konur með tíðaverki af þeim konum sem ekki voru komnar á tíðahvörf árið 1996 og 74.1% árið 2006. Alls voru 105/254 (41.5%) og 39/152 (25.7%) kvenna með tíðaverki og einnig með iðraólgu samkvæmt skilmerkjum Manning og Rome III árið 2006, og 48.6% og 10.5% 1996. Árið 2006 voru 46/152 (30.3%) kvenna með slæma eða mjög slæma tíðaverki. Fleiri konur 8/31 (26.5%) voru með mjög slæma kviðverki eftir tíðahvörf en fyrir tíðahvörf (10.7%).
  Meltuónot: Meltuónot voru greind hjá 13.9% einstaklinga árið 1996 (11.3% karla, 15.8% kvenna; p=NS) og 16.7% árið 2006 (12.3% karla, 20.2% kvenna; p<0.01). Skilmerki undirflokka meltuónota (UM) sýndu hærri tíðni en hefðbundin skilmerki meltuónota. Tíðni einstaklinga með meltuónot í UM var lág. Það voru marktæk tengsl milli meltuónota og brjóstsviða (p<0.001) og iðraólgu (p<0.05). Hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hafa meltuónot.
  Brjóstsviði: Tíðni brjóstsviða (að minnsta kosti einu sinni í mánuði) á síðast liðnu ári var 42.8% (1996) og 44.2% (2006), með sterk tengsl milli þeirra sem höfðu brjóstsviða bæði árin. Brjóstsviði síðast liðna viku (árið 2006) var greindur hjá 20.8 % einstaklinga. Það voru marktæk tengsl á milli brjóstsviða, meltuónota og iðraólgu. Einstaklingar með líkamsþyngdarstuðull sem var lægri eða hærri en meðal líkamsþyngsarstuðul eru líklegri til að hafa brjóstsviða. Einstaklingar tilgreindu brjóstsviða sem þeir telja mjög oft orsakast af fæðu eða drykkjum í 20.0% tilfella. Brjóstsviði hafði mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, svefn og lífsgæði.
  Rannsókn meðal lækna og einstaklinga með iðraólgu: Alls svöruðu 80/191 (41.9%) lækna spruningalistanum. Alls reyndust 13 einstaklinga vera greindir mánaðarlega með iðraólgu af sérfræðingum í meltingarsjúkdómum (SM) og 2.5 einstaklinga af sérfræðingum í heilsugæslulækningum (SH). Allir SM þekktu mismunandi skilmerki iðraólgu og 46/70 (65.7%) SH. Einungis 18/80 (22.5%) allra lækna notaði sértæk skilmerki til að greina iðraólgu. Af þeim einstaklingum með iðraólgu (skv. spurningalista) sem undirgengust símakönnunina sögðu 59/94 (62.8%) að þeir höfðu upplifað iðraólgu að eigin mati. Tveir af hverjum fimm einstaklingum voru með þekkingu á iðraólgu og höfðu leitað til læknis vegna einkenna iðraólgu. Helmingur þeirra fékk greininguna iðraólga. Alls voru 13% ánægðir með þá meðferð sem þeir fengu vegna iðraólgu og 43% sögðu að iðraólgan hefði áhrif á daglegt líf.
  Umræða og ályktun
  Starfræn einkenni í meltingarvegi eru algeng á Íslandi eins og í öðrum löndum. Tíðnin er hærri meðal yngri einstaklinga og algengari meðal kvenna. Mikill munur er á milli greiningaskilmerkja hvað varðar tíðni SEM. Tíðni einkenna SEM var stöðug á tíu ára tímabili en tilfærsla einkenna var mikil. Munur var á milli einkenna og tíðni umskipta milli Íslands og OC rannsóknarinnar. Fleiri einstaklingar höfðu engin einkenni á Íslandi og það voru meiri tilbrigði hjá einstaklingum sem voru með önnur einkenni eftir tíu ár. Niðurstöður rannsóknarinnar draga fram vandamálið við að skilgreina og greina iðraólgu. Ekkert eitt ákveðið skilmerki virðist duga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að iðraólga sé ekki einn ákveðinn sjúkdómur heldur klasi einkenna sem flýtur í tíma á milli flokka iðraólgu, meltuónota og brjóstsviða.

 • Útdráttur er á ensku

  Functional gastrointestinal disorders (FGIDs) are common in the community, are of chronic nature and pose a significant health care burden. The causes and pathogenetic mechanisms of FGIDs are not fully known. FGID are classified into three major domains: functional dyspepsia (FD), functional bowel disorders including irritable bowel syndrome (IBS), and heartburn. The primary aim was to study the natural history of FGID in the Icelandic population prospectively over a 10-year period and to focus specifically on the natural history of irritable bowel syndrome, functional dyspepsia and heartburn. Only one other study has been performed on FGIDs using the same methodology, in Olmsted County Minnesota, USA (OC study) and thus providing the possibility of a direct comparison. Secondary objectives of the study were: i) to compare the prevalence and stability of IBS according to the Manning criteria, Rome II, Rome III subtypes, and self-reported IBS over a 10 year period: ii) to study IBS and dysmenorrhea in women and to assess the change in IBS over menopause: iii) To study if and how physicians use the IBS diagnostic criteria and to assess treatment strategies among physicians for IBS patients.
  Methods
  A questionnaire was mailed to the same age- and gender-stratified random sample of the Icelandic population aged 18-75 in 1996 and again in 2006. A total of 2000 inhabitants aged 18-75 years were studied. The individuals were randomly selected from the National Registry of Iceland. Equal distribution of sex and age was secured in each study group. The questionnaire was based on the Bowel Disease Questionnaire which was translated into Icelandic and modified. Another questionnaire was sent to 191 physicians regarding IBS criteria, diagnostic methods and treatment. Furthermore, 94 subjects from the prior study who met diagnostic criteria for IBS responded to a telephone interview.
  Results
  Demographics: In 1996 the response rate was 1336/2000 (66.8%). A total of 1180/1336 individuals were traced, of which 799 (67.7%) responded in 2006. The mean age of the individuals in 1996 was 42 against 53 in 2006. A larger proportion of women responded again in 2006 (57.8%) than in 1996. The response rate was higher for older subjects than for younger ones.
  Prevalence: For the FGID symptoms the prevalence was stable between 1996 and 2006: 16.9% and 17.2% for IBS, respectively, and 4.8% and 6.1% for FD. Onset of each disorder in the final survey was higher in the OC study for IBS and frequent abdominal pain. Disappearance rates were similar for IBS and FD in both studies. Transition probabilities varied across the different subgroups and were different between studies. The same proportion of subjects had the same symptoms in the initial and final studies. More subjects had no symptoms in Iceland (52% vs. 39%;p<0.05)) and had different symptoms at follow-up (38% vs. 23%; p<0.001)). The prevalence of IBS varied according to criteria; Manning showed the highest (32%) and Rome II the lowest (5%). Younger subjects and females were more likely to have IBS. Prevalence was stable over 10 years for all criteria except Rome III. There was a turnover in all IBS subgroups and a strong correlation between IBS, FD and heartburn.
  Dysmennorrhea: A total of 254/331 (76.7%) premenopausal women had dysmenorrhea in 1996 and 74.1% in 2006. Overall 105/254 (41.5%) and 39/152 (25.7%) of women with dysmenorrhea had IBS according to the Manning criteria and Rome III in 2006, respectively and 48.6% and 10.5% in 1996. In 2006 46/152 (30.3%) women had severe or very severe dysmenorrhea. More women 8/31 (26.5%) reported severe abdominal pain after menopause than before menopause (10.7%).
  Functional dyspepsia: FD was diagnosed in 13.9% of the subjects in the 1996 sample (11.3% male, 15.8% female; p=NS) and 16.7% in 2006 (12.3% male, 20.2% female; p<0.01). DS criteria showed a higher prevalence than conventional FD criteria. The proportion of FD subjects in the DS group was low. There was a significant relationship between FD and heartburn (p<0.001) and irritable bowel syndrome (p<0.05). A high proportion of subjects who seek medical care have FD.
  Heartburn: Heartburn (at least once a month) in the preceding year was 42.8% (1996) and 44.2% (2006), with a strong relationship between those who experienced heartburn in both years. Heartburn in the preceding week (in 2006) was diagnosed in 20.8%. There was a significant relationship between heartburn, dyspepsia and IBS. Individuals with a BMI below or higher than normal are more likely to have heartburn. Heartburn caused by food or beverages was reported very often by 20.0%. Heartburn had a great impact on daily activities, sleep and quality of life.
  Physicians study: A total of 80/191 (41.9%) of physicians responded to the survey. Overall 13 subjects were diagnosed monthly with IBS by specialists in gastroenterology (SG) and 2.5 subjects by physicians in general practice (GP). All the SGs were aware of criteria to diagnose IBS and 46/70 (65.7%) of the GPs. Only 18/80 (22.5%) of all physicians used specific IBS criteria. Of the subjects diagnosed with IBS that were interviewed, 59/94 (62.8%) indicated that they had experienced IBS. Two out of five subjects had knowledge of IBS and had seen a physician because of IBS symptoms. Half of those received the diagnosis of IBS. A total of 13% were satisfied with treatment and IBS affected daily activities in 43% of cases.
  Discussion and conclusion
  Functional gastrointestinal disorders are common in Iceland and as in other countries the prevalence is higher in younger than older subjects and more common in females than males. There is a great difference between different diagnostic criteria in terms of the prevalence of these disorders. Prevalence of FGID symptoms was stable over time but the turnover in symptoms was high. There was a difference in prevalence of symptoms and transition probabilities between Iceland and the OC study. A higher number of subjects had no symptoms in Iceland and there was a greater variation in subjects having different symptoms at follow-up. The results of our study highlight the problem of defining IBS as an entity. No single set of criteria seems to hold the answer as yet. The results of our study suggest that IBS is not a single entity but rather a cluster of symptoms that float in time between different IBS categories, functional dyspepsia and heartburn.

Styrktaraðili: 
 • Styrktaraðili er á ensku Medical Research Fund of the National Hospital of Iceland; the Medical Research Fund of Wyeth; Iceland; Actavis, Iceland; AstraZeneca, Iceland; GlaxoSmithKline, Iceland; and the Icelandic College of Family Physicians
Samþykkt: 
 • 19.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Epidemiological study on the prevalence and natural history of functional gastrointestinal disorders in Iceland.pdf4.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna