is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10106

Titill: 
  • Áhrif alþjóðaviðskipta á tekjuskiptingu. Samanburður á Íslandi og Bandaríkjunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hefur launabil faglærðra og ófaglærðra aukist jafnt og þétt víðast hvar á Vesturlöndum. Oft á tíðum hafa aukin alþjóðaviðskipti verið nefnd sem einn af áhrifavöldum þessarar þróunar. Innflutningur vöru og þjónustu, yfirleitt frá framleiðendum í þróunarlöndunum þar sem laun starfsfólks eru margfalt lægri en tíðkast á Vesturlöndum, virðast geta grafið undan samkeppnisatvinnugreinum viðkomandi lands. Yfirleitt er um að ræða atvinnugreinar sem krefjast ekki mikillar hæfni eða menntunar og því má gera ráð fyrir að stór hluti starfsfólksins sé ófaglærður. Til að auka samkeppnishæfni sína hafa fyrirtæki viðkomandi atvinnugreinar í heimalandinu lækkað laun starfsfólksins eða sagt hluta þess upp. Með slíkum aðgerðum eykst launabilið og þeir lægst launuðu dragast enn frekar aftur úr.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna áhrif alþjóðaviðskipta á tekjuskiptingu. Fjallað er um samhengið á milli alþjóðaviðskipta og vaxandi launabils faglærðra og ófaglærðra, en einnig eru þessir þættir bornir saman á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gerð er rannsókn á alþjóðaviðskiptum og launabili faglærðra og ófaglærðra á Íslandi og eru niðurstöður þeirrar rannsóknar bornar saman við sambærilega rannsókn sem gerð var á bandaríska hagkerfinu. Ólíkt niðurstöðum bandarísku rannsóknarinnar, þar sem í ljós kom að launabilið hefur farið vaxandi síðan í byrjun 9. áratugarins, virðist launamunur faglærðra og ófaglærðra hér á landi hafa staðið nokkurn veginn í stað frá því launamælingar hófust árið 1965. Ástæður þessarar sérstæðu þróunar hérlendis virðist vera hægt að rekja til hægari aukningar alþjóðaviðskipta sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu annars vegar, og mikilla áhrifa verkalýðsfélaga og hárra lágmarkslauna miðað við meðallaun hins vegar.

Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna