is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10108

Titill: 
 • Allt er breytingum háð. Markaðssetning tónlistar í nýju viðskiptaumhverfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • "The hardest thing in the world to do in this business is start a band nobody's heard of."
  - Tom Whalley forseti Interscope Records
  Orð Whalleys er dæmi um viðhorf fólks sem tekur á sig það erfiða verkefni að kynna nýja tónlist á markaðinn. Breytt viðskiptaumhverfi sem fylgir þróun tækni síðustu ára hefur breytt tónlistarmarkaðinum fyrir hina ýmsu hagsmunaaðila hans. Mikil umræða hefur verið um áhrif ólöglegs niðurhals á hagsmunaaðila og hvaða breytingar það hefur á viðskiptalíkan þeirra, en minni áhersla virðist vera á hvaða skref tónlistarmennirnir sjálfir eiga að taka til þess að bregðast við breytingunum.
  Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna breytt neyslumynstur neytenda í Hollandi með hliðsjón af ímynd íslenskrar tónlistar út á við. Markaðsrannsókn var framkvæmd sumarið 2011 til þess að fylla upplýsingagap varðandi heppilegar leiðir fyrir íslenska tónlistarmenn til þess að kynna sig erlendis. 104 þáttakendur svöruðu netkönnun þar sem spurningalista með 13 spurningum var dreift í gegn um samskiptavef og var notast við snjóboltaúrtak.
  Niðurstöður sýndu fram á aukið mikilvægi netsins sem bæði kynningartól og dreifingaleið fyrir tónlistarmenn. Einnig studdu þær eldri rannsóknir um jákvæða en einsleita ímynd íslenskrar tónlistar erlendis. Hegðun neytenda er mismunandi eftir tónlistarsmekk og neyslumynstri og er það álit rannsakanda að markhópar tónlistarmanna ættu að vera skilgreindir þrengri og markaðsstarf tónlistarmanna ætti að vera betur sérsniðið að þeim.

Samþykkt: 
 • 19.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaÁsthildurThorsteinsson.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna