is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10110

Titill: 
  • „Að eiga samskipti er lykillinn." Aðlögun maka Íslendinga í Þýskalandi
  • Titill er á ensku "Communication is The Key." Adjustment of Icelandic Spouses in Germany and Switzerland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hve vel makar Íslendinga í Þýskalandi og Sviss ná að aðlagast. Raunin er sú að erfitt getur reynst að aðlagast nýju samfélagi og sérstaklega þegar einstaklingurinn tekur ekki beinan þátt í því í gegnum vinnu eða skóla. Sífellt fleiri fyrirtæki ryðja sér leið inn á alþjóðlegan markað og því færast útsendir starfsmenn sífellt í aukana. Oftar en ekki eiga þeir maka og jafnvel börn sem flytja með þeim. Það er kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki að senda starfsmenn út og enn dýrara ef verkefnið gengur ekki upp og starfsmaðurinn kemur fyrr heim en áætlað er. Helsta ástæðan fyrir því að starfsmenn gefast upp er að makinn nær ekki að aðlagast í nýja landinu. Fyrirtæki virðast oft líta fram hjá þessari staðreynd eða gera að minnsta kosti ekki mikið til þess að auðvelda mökum aðlögunina.
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru átta viðtöl við maka Íslendinga í Þýskalandi og Sviss í þeim tilgangi að kanna hve vel mökunum hafði tekist að aðlagast samfélaginu og menningunni. Niðurstöðurnar benda til þess að þeir hafi átt tiltölulega auðvelt með að aðlagast almennt en frekar erfitt með félagslega aðlögun. Af niðurstöðunum dregur höfundur þá ályktun að gott vald á tungumálinu og samskipti við infædda og aðra skipti höfuð máli í aðlögunarferlinu. Mikilvægt er því að fyrirtæki í útrás bjóði bæði starfsmönnum sínum, mökum þeirra og börnum upp á tungumálanám, bæði áður en út er haldið sem og eftir komuna, og aðra þjálfun sem reynst getur vel í aðlögunarferlinu.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-A.O.A..pdf654.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna