is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10114

Titill: 
  • „Þú ferð í leik til að vinna.“ Helstu einkenni árángursríkrar handknattleiksþjálfunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar kemur að því að stjórna liðsheild þurfa margir þættir að vinnast saman svo að allt gangi sem best upp. Það að vera leiðtogi er stórt og veigamikið hlutverk. Leiðtogi er einstaklingur sem hefur mikil áhrif á hugsanir, tilfinningar og/eða hegðun hóps. Leiðtogi sem gæddur er persónutöfrum, er orkumikill, hæfur og einstakur, nær árangri. Leiðtogar innan íþrótta hafa starfsheitið þjálfari og eru hlutverk hans margþætt. Auk þess sem hann er fyrirmynd liðsins þá ber hann einnig mikla ábyrgð á því. Þjálfari þarf að huga að mörgu m.a skipar vellíðan liðsmanna þar stóran sess og er grunnurinn að því að hámarksárangur náist.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir það eru sem einkenna árangursríka þjálfun í handknattleik. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga, fjóra þjálfara og fjóra leikmenn innan handboltans sem allir hafa mikla reynslu og þekkingu á íþróttinni. Þeir viðmælendur sem tóku þátt voru Óskar Bjarni Óskarsson, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson og Ágúst Þór Jóhannsson auk leikmannanna Hrafnhildar Óskar Skúladóttur, Rakelar Daggar Bragadóttur, Bjarna Fritzsonar og Elísubetar Gunnarsdóttur.
    Allt eru þetta einstaklingar sem starfa og spila ennþá ásamt því að vera með margra ára reynslu í íþróttinni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna nokkur áhersluatriði sem komu áberandi skýrt fram á meðal viðmælenda; Samskipti, traust og heiðarleiki, skipulag, undirbúningur og hlutverk, markmið, metnaður og samvinna, jákvæðni og trú.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal#2.pdf1 MBLokaðurHeildartextiPDF