is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10117

Titill: 
  • Áhætta innan fjármálamarkaða. Var áhætta vanmetin í nýjustu fjármálakrísunni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið felst í fræðilegri úttekt á áhættu innan fjármálamarkaða og spurt er hvort ólíkar tegundir áhættu á fjármálamörkuðum í fjármálakreppunni hafi verið vanmetnar?
    Fyrst er fjallað almennt um áhættu á fjármálamörkuðum og hugtakið áhætta er skilgreint. Til umfjöllunar eru nokkrar ólíkar gerðir áhættu sem kunna að hafa áhrif á fyrirtæki á markaði en áhætta á fjármálamarkaði hefur verið skilgreind sem sá möguleiki að fjárfesting skili lágri eða neikvæðri ávöxtun. Einnig er gerð grein fyrir áhættustjórnun og áhættumati hjá fyrirtækjum. Í seinni hluta úttektarinnar er fjallað um fjármálakreppur og þær skilgreindar. Áhersla er lögð á umfjöllun um fjármálakreppuna sem hófst í Bandaríkjunum árið 2007 eftir óróa sem varð vegna undirmálslána eftir að eignaverð þar í landi hrundi og gerð er grein fyrir áhættulíkönum sem stuðst var við á þeim tíma. Sérstakur kafli er helgaður kerfisáhættu í fjármálakreppunni en í ljós kom að vanmatið á henni átti stóran þátt í orsökum fjármálakreppunnar sem hefst árið 2007.
    Niðurstaða þessarar úttektar er sú að vissar gerðir áhættu voru vanmetnar og ástæðan er sú að alla jafna ríkti ekki góður skilningur á þeim áhættum og gæði áhættulíkana voru minni en álitið var. Að auki höfðu menn óraunhæfar væntingar um hvað líkönin voru fær um að gera.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhætta innan fjármálamarkaða.pdf536.55 kBLokaðurHeildartextiPDF