is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10120

Titill: 
 • Sýning verður til : frá grunnhugmynd til framkvæmdar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar fræðilegu greinagerðar er að rannsaka ofan í kjölinn sköpunarferli
  sögusýninga í söfnum. Það var gert annarsvegar með því að kafa ofan í fræðilegt efni
  um söfn og sýningar í þeim tilgangi að kynna sér helstu kenningar og aðferðir í þessum
  efnum; og hinsvegar með beitingu kenninganna í uppsetningu á sýningu um Sveinbjörn
  Sveinbjörnsson (1847-1927) tónskáld í Tónlistarsafni Íslands sem opnaði 11. mars
  2011. En höfundur var jafnt sýningarstjóri, hönnuður sem textasmiður sýningarinnar.
  Safnastarf felst í því að safna, varðveita, skrá, og rannsaka menningararfinn, það
  vill segja allar heimildir er hafa með manninn og umhverfi hans að gera, og miðla
  þekkingu um hann til nýrra kynslóða. Söfn eru þar með hluti menntunarkerfisins þótt
  með óformlegum hætti sé. Með starfi sínu stuðla söfn að því að þekking fari ekki
  forgörðum heldur færist á milli kynslóða, en þekking á fortíðinni er forsenda fyrir
  áframhaldandi þróun samfélags og menningar. Sýning er hin hefðbundna leið safna til
  að kynna niðurstöður rannsókna og miðla þekkingu um meðal annars menningararf,
  menningu og samfélag. Eitt veigamesta atriðið fyrir gerð sýningar er að ákveða hver
  grunnhugmynd að baki hennar er. Góð grunnhugmynd skýrir frá og afmarkar eðli og
  tilgang sýningar, og leggur auk þess fram vel skilgreind markmið en með hjálp þeirra
  má síðar meta hvort tilætluðum árangri hafi verið náð. Mikilvægt er að sýningarteymið
  sannmælist um það að fara eftir leiðarljósi sýningar svo allir stefni í sömu átt. Eins er
  árangur sýningar að miklu leyti undir því kominn að fyrirmæli til hönnuðar og
  textahöfundar séu skýr hvað tilgang og markmið sýningar varðar.

Samþykkt: 
 • 20.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð Gudrun Helga Stefansdottir 2011.pdf880.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna