is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10121

Titill: 
  • Gottlose Menschen. Þýðing á bókinni Guðlausir menn eftir Ingunni Snædal af íslensku yfir á þýsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er þýðing á ljóðabókinni Guðlausir menn eftir Ingunni Snædal úr íslensku yfir á þýsku. Ritgerðin er samsett úr tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er inngangur að þýðingunni en seinni hlutinn er þýðingin sjálf. Í innganginum er fjallað í stuttu máli um ævi höfundarins. Því næst fylgir kafli um verkið, þar sem fyrst er gerð grein fyrir formi þess og síðan fjallað um yrkisefnið. Þar sem bókin snýst ekki beinlínis um eitt ákveðið efni er skoðað um hvað hún fjallar og hvert aðalefni hennar gæti verið. Stærsti hluti inngangsins er kafli um þýðinguna. Í þeim kafla er gerð grein fyrir kenningum þýðingarfræðinganna Schleiermacher og Nida. Auk þess er rætt um tvær þýðingaraðferðir sem Schleiermacher kynnti í grein sinni „Ueber die verschiedenen Methoden des Uebersezens“ og valin þýðingaraðferðin sem notuð var við þýðinguna á Guðlausum mönnum. Í undirköflunum sem fylgja er fjallað um einstök vandamál sem komu upp í þýðingunni. Sýnt er hvernig ákvarðanir voru teknar í þýðingunni og hversu vel þessar ákvarðanir fylgdu kenningum þeirra Schleiermachers og Nida. Farið er yfir þýðingarvandamálin sem voru annarsvegar merkingarfræðileg en hinsvegar málfræðileg. Merkingarfræðilegir þættir eru titill bókarinnar, nöfn og orðatiltæki. Málfræðilegir þættir eru notkun greinis og notkun horfa. Varðandi merkingarfræðilega þætti fólust erfiðleikarnir í því að sumt var af ýmsum ástæðum ekki hægt að þýða nákvæmlega. Þessar ástæður voru meðal annars tvíræðni íslenskra orða sem ekki eru tvíræð á þýsku og spurningin um hvernig maður getur miðlað ákveðnum tilfinningum sem íslenskur lesandi fær þegar hann les örnefni. Erfiðleikarnir varðandi málfræðilega þætti fólust annarsvegar í því að notkun greinis er oft ólík í þýsku og í íslensku og hinsvegar í því að sum íslensk horf eru ekki til á þýsku. Annar hluti ritgerðarinnar er þýðingin á Guðlausum mönnum en í lok þýðingarinnar er bætt við Íslandskorti sem sýnir leiðina sem farin er í bókinni.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sophia van Treeck.pdf396.16 kBLokaður til...01.01.2062HeildartextiPDF