is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10124

Titill: 
  • Fyrirtækjamenning N1. Í kjölfar sameiningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtækjamenning er flókið fyrirbæri sem erfitt er að skilja og að margra mati ómögulegt að breyta, en er þó til staðar í öllum skipulagsheildum. Oft getur verið erfitt að útskýra hver fyrirtækjamenning skipulagsheilda er og enn erfiðara virðist vera að eiga við hana og breyta.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða einkenni fyrirtækjamenningar N1, hverjir væru hennar helstu styrkleikar og veikleikar. Einnig að skoða hvernig starfsmenn meta árangur og frammistöðu félagsins og loks að sjá hvernig starfsmenn meta núverandi fyrirtækjamenningu þar sem N1 hafði nýlega gengið í gegnum miklar og flóknar breytingar þegar sameinuð voru nokkur félög í eitt.
    Spurningalisti, byggður á Denison (DOCS) líkaninu, var lagður fyrir starfsfólk N1, bæði rafrænt og einnig var farið á tvær stærstu stöðvar félagsins með nokkra spurningalista í blaðaformi þar sem starfsmenn þar hafa ekki aðgang á tölvum. Alls tóku 96 starfsmenn þátt í rannsókninni og af þeim luku 73 við að svara öllum spurningunum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að starfsfólk N1 telur að tilgangur og stefna fyrirtækisins séu skýr. Fyrirtækið virðist ná að styðja nokkuð vel við starfsfólk sitt á öllum stigum þess, bæði stjórnendur og almennir starfsmenn eru hollir fyrirtækinu og starfsmenn telja sig einnig fá að vera með í ákvörðunartökum. Það sem fyrirtækið skortir hins vegar, samkvæmt starfsmönnum, er stöðugleiki, jafnvægi og að samkomulag ríki um ólík sjónarmið. Einnig virðist fyrirtækið skorta getu til að bregðast við breytilegum þörfum viðskiptavina og reynslu við að koma á breytingum.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin loka.pdf1.56 MBLokaðurHeildartextiPDF