en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10131

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvar liggja möguleg tækifæri á íslenska bútasaumsmarkaðinum?
Submitted: 
 • October 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bútasaumsmarkaðurinn erlendis hefur þróast mikið undanfarin ár, bútasaumsefni eru farin að verða eins og tískuvörur sem fylgja nýjustu straumum og stefnum á hverjum tíma. Mikil endurnýjun á sér stað og nýjar efnalínur streyma inn á markaðinn í hverjum mánuði.
  Markmið þessarar ritgerðar er að athuga hvar möguleg tækifæri á íslenska bútasaumsmarkaðinum gætu legið, þ.e. finna þau svið þar sem verslanir eru ekki að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina sinna. Í þeim tilgangi var framkvæmd rýnihóparannsókn og greining gerð á helstu samkeppnisaðilunum á markaðinum.
  Niðurstaðan leiddi í ljós að mörg tækifæri eru til staðar á markaðinum sem gefa nýjum aðilum leið til að staðsetja sig á honum. Bútasaumsverslanir sem starfa á markaðinum í dag eru ekki að sinna þörfum viðskiptavina nægilega vel. Það þarf að bjóða upp á fjölbreyttara úrval efna, fríska upp á yfirbragð verslana og skipta reglulegar út sýnishornum. Hanna þarf ný námskeið að þörfum allra viðskiptavina, bæði nýrra og núverandi. Heimasíður og aðrir vefmiðlar þurfa að vera skilvirkari og ná betur til viðskiptavina.

Accepted: 
 • Sep 20, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10131


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hvar liggja möguleg tækifæri á íslenska bútasaumsmarkaðinum.pdf1.42 MBLockedHeildartextiPDF