is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10135

Titill: 
  • Getur Ferðaþjónustan lært af markaðssetningu laxveiðinnar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið tekur á spurningunni hvort ferðaþjónustan getur lært af markaðsetningu laxveiða. Laxveiðin er arðbær og sjálfbær grein en hún er dýr og er þjónusta fyrir fáa, en ferðaþjónustan er almennt keyrð á magni eða öllu heldur fjölda ferðamanna og er ódýrari. Straumur ferðamanna til landsins er mikill og vaxandi skv. tölum Hagstofu Íslands. Fjölgun ferðamanna til landsins veldur því að auka þarf markaðssetningu og þá helst þarf að hafa áhersluna á vetrartímann, þar sem helmingur ferðamanna kemur til landsins yfir sumartímann og því þarf að dreifa álaginu á áfangastaði landsins, sem verður af völdum ferðamanna.
    Raundæmi eru gefin úr báðum greinum, sem sagt ferðaþjónustunni og laxveiðinni, varðandi hvernig er farið að markaðssetningu þeirra fyrirtækja og hvaða aðferðir og tæki þessar greinar nota. Einnig er farið í hverskonar markaðstæki og markaðsaðferðir er hægt að notast við í markaðssetningu almennt. Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar eru kannaðar og gjaldeyristekjur vegna neyslu erlendra ferðamanna einnig kannaðar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að ferðaþjónustan getur gert betur þegar kemur að markaðssetningu og getur lært af markaðssetningu laxveiðinnar. Grunnur laxveiðinnar fyrir markaðssetningu er góður, það er að segja laxveiðin er búin að byggja upp sterkt vörumerkjavirði (e. CBBE), hafa gott orðspor á sér, jákvætt umtal (e. Word of mouth), aðgreiningin frá samkeppnisaðilum er skýr og því þarf lítið til að vekja áhuga einstaklinga á laxveiði á Íslandi. Þjónusta og aðbúnaður er einnig í hágæða flokki þegar kemur að laxveiðinni. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir höggi vegna eldgosins í Eyjafjallajökli, sem gæti vakið áhuga erlendra ferðamanna seinna meir, og vegna efnahagsástands síðastliðna ára, og þarf því að byggja upp sterkann grunn og ímynd á Íslandi til að ná erlendum ferðamönnum til landsins. Bæta þarf þjónustu og aðbúnað yfir vetrartímann svo hægt sé að dreifa ferðamönnum yfir allt árið.

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan olafsson.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kjartan Ólafs kápa.pdf190.17 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna