is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10136

Titill: 
 • Vinnutíminn. Frelsi til að velja
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna með hvaða hætti vinna og einkalíf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala – Háskólasjúkrahús (LSH) tvinnast saman og hvernig sjálfskráning vakta hefur áhrif þar á.
  Rannsóknin var framkvæmd á stærsta sjúkrahúsi landsins, LSH, nánar tiltekið á fimm sviðum innan klínískrar þjónustu spítalans. Þessi svið eru lyflækningasvið, skurðlækningasvið, geðsvið, bráðasvið og kvenna- og barnasvið. Valin var ein deild innan hvers sviðs þar sem óskavaktafyrirkomulagið er í notkun. Úrtak rannsóknarinnar voru þeir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem eru í 60% starfshlutfalli eða meir og voru starfandi þessar tvær vikur sem könnunin var gerð. Úrtakið í rannsókninni samanstóð af 189 hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Af þeim fjölda svöruðu alls 121 einstaklingur spurningalistanum, sem er 64% svörun. Skiptist það niður á 96 hjúkrunarfræðinga eða 79,3% af heildarþátttöku og 25 sjúkraliða eða 20,7%.
  Við framkvæmd þessarar rannsóknar var stuðst við aðferðafræði lýsandi megindlegra rannsókna (e. quantitative research). Mælitækið var spurningalisti sem kom inn á jafnvægi milli einkalífs og vinnu og ýmsum þáttum tengdum sjálfsskráningu vakta. Listinn innihélt 28 spurningar. Spurningar eitt og 23 til og með 27 voru fjölvalsspurningar. Spurning 28 var opin spurning. Hinar spurningarnar í listanum voru krossaspurningar og voru þær allar á Likert kvarða.
  Leyfi var fengið fyrir rannsókninni hjá siðanefnd stjórnsýslurannsókna á Landspítala, framkvæmdastjórum sviðanna og deildarstjórum þeirra deilda er þátt tóku í rannsókninni.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að um helmingur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða voru fremur ánægðir með uppfyllingu vaktaóska og 33,3% hjúkrunarfræðinga og 28% sjúkraliða voru mjög ánægðir. Um 34% hjúkrunarfræðinga og 40% sjúkraliða voru mjög ánægðir með möguleikann á hlutastarfi á meðan 36,5% hjúkrunarfræðinga og 40% sjúkraliða voru fremur ánægðir. Það voru 51% hjúkrunarfræðinga og 28% sjúkraliða sem voru fremur ánægðir með samræmi milli vinnu og einkalífs. Um 45% hjúkrunarfræðinga og 32% sjúkraliða voru fremur ánægðir með að velja vaktirnar sjálfir, meðan 48% sjúkraliða og 37,5% hjúkrunarfræðinga voru mjög ánægðir með það.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study is to examine how the balance between work and privatelife of registered nurses and assistant nurses in Landspitali – the national hospital, intertwine and how the self-scheduling effects it as well.
  The study was conducted in the country's largest hospital, LSH, namely the five areas within the hospital's clinical services. These areas are lyflækningasvið, skurðlækningasvið, psychiatric, bráðasvið and women and barnasvið. One department was chosen within each division were requested shift arrangements were in use. The study looked at registered nurses and assistant nurses that have at least 60% part time job or more, and were employed these two weeks of the survey. The sample in this study consisted of 189 registered nurses and assistant nurses. Of the total number 121 individuals answered the questionnaire, a 64% response. Divided down to 96 registered nurses, or 79.3% of the total participation and of assistant nurses 25 or 20.7%.
  The implementation of this study was based on descriptive quantitative research methodologies. The instrument is a questionnaire that comes in the combination of private life and work and job-related self-scheduling shift. The list includes 28 questions. Questions one and 23 to 27 are multiple choice. Question 28 is an open ended question. The questions are multiple choice questions and they are all on Likert scale.
  The permission for the study was gotten from the Ethics department of LSH, division managers and managers of the departments that are participating in the study.
  The main findings showed that about half of the registered nurses and assistant nurses were rather satisfied with the the fulfillment of shift request and 33.3% of registered nurses and 28% of assistant nurses were very satisfied. About 34% of registered nurses and 40% of assistant nurses were very satisfied with the possibility of a part-time job while 36.5% of nurses and assistant nurses 40% were fairly satisfied. There were 51% of registered nurses and 28% of assistant nurses that were rather satisfied with the work-life balance. About 45% of registered nurses and 32% of assistant nurses were rather satisfied with selecting shifts themselves, while 48% assistant nurses and 37.5% of nurses were very satisfied with it.

Samþykkt: 
 • 20.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsókn á jafnvægi milli vinnu og einkalífs á LSH.pdf3.25 MBLokaðurPDF