is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10138

Titill: 
  • Markaðssetning Íslands á netinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markaðssetning áfangastaða getur verið flókið ferli þar sem leiða þarf saman sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila innan áfangastaðarins. Samvinna opinbera aðila og einkaaðila er af mörgum talin nauðsynleg þegar kemur að markaðssetningu áfangastaða og fer slík samvinna gjarnan fram í gegnum markaðsstofur áfangastaða. Í dag er netið orðið helsta dreifileið ferðaþjónustu og ferðatengdra upplýsinga. Til að lýsa þeim þáttum sem markaðssetning áfangastaða á að ná yfir er kynnt til sögunnar rafræn markaðskerfi áfangastaða. En þau eiga að ná yfir upplýsingar, samskipti, viðskipti og stjórnun viðskiptatengsla. Markmið þessa verkefnis var að skoða markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar. Rannsóknin sem unnin var í tengslum við verkefnið var lýsandi tilviksrannsókn. Niðurstöður byggja á fyrirliggjandi gögnum og fimm viðtölum við fólk sem kemur að markaðssetningu Íslands á netinu.
    Helstu niðurstöður eru; Markaðssetning áfangastaðarins Íslands á netinu skiptist í tvennt og er í höndum Ferðamálastofu og Íslandsstofu. Ferðamálastofa heldur utan um markaðssetningu innanlands en Íslandsstofa sér um markaðssetningu landsins erlendis. Þróun rafræna hluta markaðskerfis áfangastaða fyrir Ísland sem áfangastaðar er á forstigum. Einungis upplýsingarýmið er fullbúið og þróun samskiptarýmisins er langt á veg komin, en þar skortir helst gagnvirkni. Það er erfitt fyrir markaðsstofur áfangastaða sem reknar eru fyrir opinbert fé, líkt og Ferðamálastofa og Íslandsstofa eru, að standa í sölu. Aftur á móti gæti það dregið úr mikilvægi Íslandsstofu og Ferðamálastofu ef þær taka ekki þátt í að auka virði fyrir viðskiptavini með því að veita upplýsingar, persónulega þjónustu, bjóða upp á einstaklingsmiðuð tilboð og að ganga frá öllum kaupum á einum stað og þar með þróa samband við ferðamenn sem hafa sífellt fágaðri þarfir. Þær heimsíður sem notaðar eru til markaðssetningar Íslands á netinu eru visiticeland.com sem er upplýsingaveita og inspiredbyiceland.com sem er upplifnunarvefur. Leitavélar eru mikilvægasta leiðin til að beina notendum inn á heimasíður líkt og visiticeland.com. Samfélagsmiðlarnir gegna margvíslegum hlutverkum en þeir eru notaðir til samskipta, upplýsingagjafar, til að fá fólk til að heimsækja síður aftur, breyða út orðsporið og til þess að koma upplifunum á framfæri

Samþykkt: 
  • 20.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðssetning Íslands á netinu - Eyvindur Elí Albertsson.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna