is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10147

Titill: 
  • Ákvörðun um að næra barn með þurrmjólk. Orsakir, líðan mæðra og þörf fyrir stuðning og fræðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skoða upplifun kvenna á því að geta ekki gefið barni sínu brjóst, kanna ástæður og áhættuþætti þess að mæður hætta brjóstagjöf snemma, auk þess að skoða hvernig heilbrigðisstarfsfólk sinnir þessum hópi skjólstæðinga. Rannsóknir sýna að ýmsir félagslegir þættir auka líkurnar á því að mæður hætta brjóstagjöf snemma, einnig geta líkamlegir þættir hjá móður og barni haft áhrif á brjóstagjöfina, auk sálrænna þátta hjá móðurinni. Mæður, sem gefa ekki barni sínu brjóst af einhverjum ástæðum, upplifa gjarnan ýmsar neikvæðar tilfinningar í kjölfarið einsog samviskubit og tilfinningu um að hafa mistekist í móðurhlutverkinu, en finna á sama tíma jafnvel fyrir ákveðnum létti. Mæður finna fyrir þrýstingi frá heilbrigðisstarfsfólki og samfélaginu um að hafa börn sín á brjósti og mæta skilningsleysi heilbrigðisstarfsfólks þegar þær grípa til þess ráðs að gefa börnum sínum þurrmjólk. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk geri sér grein fyrir þeim ástæðum sem leitt geta til þess að mæður hætti með börn sín snemma á brjósti og nýti þekkingu sína til þess að aðstoða þær, styðja og fræða. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk komi til móts við þarfir þessara mæðra eins og kostur er með fræðslu og sálrænni aðstoð því að þörfin er fyrir hendi og miklir möguleikar á að sinna þeim betur.

Samþykkt: 
  • 26.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni október 2011.pdf176.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna