is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10152

Titill: 
  • Kuldasæknar bakteríur í fiskum og sjó við Ísland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjávarbakteríur voru á árum áður taldar tilheyra aðeins þremur ættkvíslum en niðurstöður rannsókna í dag hafa sýnt að samfélög sjávarins eru mjög flókin og fjölbreytileg. Lítill hluti af þessum fjölbreytileika hefur verið rannsakaður, þá sérstaklega þegar kemur að kuldakærum og kuldasæknum bakteríum.
    Í þessari rannsókn var stofnasafn u.þ.b. 150 kuldasækinna stofna, sem ræktaðir höfðu verið úr sjó og af fiskum á árunum 1993-1994, flokkað með fjórum aðferðum: svipgerðarprófum, raðgreiningu 16S rRNA gena, athugun á G+C innihaldi auk AFLP greiningar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að í stofnasafninu sé að finna 54 tegundir, einhverjar þekktar en aðrar óþekktar. Aðferðirnar fjórar studdu hverja aðra í meginatriðum og unnt var að staðfesta tegundagreiningu á hluta safnsins. Aðrar tegundir þarf að rannsaka betur með tilliti til þess hvort um nýjar tegundir sé að ræða en niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að nokkrar slíkar væri að finna í safninu.
    Einni nýrri tegund var lýst. Hún var valin vegna þess hve frábrugðin hún var öðrum stofnum með tilliti til svipgerðar og basaraða á 16S rRNA geni. AFLP greining á stofninum staðfesti þá tillögu að hér sé um nýja tegund að ræða, þannig að nýrri tegund, Vibrio saccharalyticus, var lýst.

  • Útdráttur er á ensku

    For many years the dominating bacterial species of the ocean were belived to be members of only three genera, but today evidence for extremely complicated and diversed community structure in the world´s oceans have been published. Only a small part of this diversity has been studied, especially when it comes to psychrophiles and psychrotrophic bacteria.
    In this study a strain collection of about 150 psychrotrophic strains, isolated from sea and fish in 1993-1994, was classified with four different methods: biochemical tests, sequencing of 16S rRNA genes, observation of G+C content and AFLP analysis.
    The results of this study indicate that the strain collection contains 54 species, some known but others unknown. For the most part the four methods coincided and species identification was confirmed for part of the collection. The strain collection needs further investigation as the results of the study indicate that a few new species are there to find.
    One new species was described. The results of the biochemical tests and the 16S rRNA gene sequencing differed from any other known species. Those results were confirmed by AFLP analysis, and following a new speceis, Vibrio saccharalyticus, is proposed.

Samþykkt: 
  • 27.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð RH sept 2011 2.prentun.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna