is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10155

Titill: 
  • Ýfing í útstökkstilraunum: Er ýfing á staðsetningu óháð ýfingu á lit og hver eru áhrif birtingartíma?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nakayama og Maljkovic (1994) voru fyrst til þess að gera grein fyrir ýfingu í útstökksverkefnum (pop-out). Ýfing í útstökksverkefnum kemur fram þegar auðveldara verður að vinna með áreiti sem birst hafa áður, ýfingin kemur fram í hærra hlutfalli réttra svara eða minnkandi svartíma. Hér voru gerðar þrjár tilraunir með útstökksverkefni þar sem birtingartími áreitanna var frá 10 til 180 ms. og athuguð voru áhrif endurtekningar á lit og staðsetningu með tilliti til meiri svarnákvæmni. Niðurstöður sýndu að ýfing á staðsetningu kom aðeins fram í tilraun 1 þar sem svörun krafðist algildrar staðsetningar áreitisins sjálfs miðað við hin áreitin, ekki innan áreitis, og ýfing litar markáreitis kom aðeins fram í tilraun 3 þar sem áreiti og bakgrunnur sýndu meiri andstöðu hvað varðar birtu og lit og notast var við færri liti. Hvergi komu fram megináhrif af lit truflara. Birtingartími áreita hafði þó allsstaðar áhrif og samvirkni við annaðhvort lit eða staðsetningu. Niðurstöður styðja frekar þáttakenningu um ýfingu þar sem þættir og staðsetning ýfast sjálfstætt heldur en tilfallandi ýfingu (episodic account of priming). Styrkur tilrauna liggur ekki síst í notkun á augnhreyfingamæli en þó voru þátttakendur rannsóknar fáir sem takmarkar að einhverju leiti ályktanir.

Samþykkt: 
  • 28.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil.pdf963.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna