is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10163

Titill: 
  • Titill er á ensku Living with Natural Hazards on the Icelandic South Coast
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íbúar Stokkseyrar búa við náttúruvá. Þorpið er staðsett á Suðurlandsbrotabeltinu og býr þar af leiðandi við reglubundna skjálftavirkni. Í maí 2008 reið yfir síðasti stóri skjálftinn á svæðinu en hann var 6.3 á Richter skalanum. Sjávarflóð eru tíð á Stokkseyri þar sem þorpið rís ekki hátt yfir sjávarmáli og er opið fyrir úthafinu. Síðasta flóð, svokallað Stormflóð, átti sér stað í janúar 1990 og er talið eitt versta flóð í sögu landsins. Eins og mörg önnur smáþorp á Íslandi hefur Stokkseyri gengið í gegnum ýmsar hagfræðilegar og samfélagslegar breytingar undanfarin 20 ár. Aðalatvinnuvegur íbúanna hefur tekið stakkaskiptum og þjónusta dregið saman. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf íbúa Stokkseyrar hvað varðar tjónnæmi (vulnerability), þol (resilience) og aðlögun (adaptation) gagnvart náttúruvá og áhrif samfélagsbreytinga þar á. Árið 2010 var haldinn rýnihópafundur (focus group meeting) þar sem veltiúrtak var notað við val á viðmælendum. Einnig voru tekin opin viðtöl og var hentugleikaúrtak notað við val á viðmælendum. Þátttakendur voru á aldrinum 32-69 ára og höfðu flestir búið á Stokkseyri meirhluta lífs síns. Viðhorf viðmælanda var breytilegt eftir því hvort um var að ræða sjávarflóð eða jarðskjálfta. Flestir töldu sjávarflóðin vera aðalvánna á svæðinu en þrátt fyrir það voru flestir tjónnæmari gagnvart jarðskjálftum. Ástæða þess er annars vegar sú að Veðurstofan og Almannavarnir gefa út öflugar viðvaranir þegar vond veður eru á leiðinni og hins vegar vegna þess að lagt hefur verið í ýmsar aðgerðir til að varna svæðinu fyrir flóðum, en í flestum tilfellum gera jarðskjálftar ekki boð á undan sér. Allir viðmælendur okkar lýstu áhyggjum sínum af þeim miklu breytingum sem samfélagið hefur undirgengist á síðustu 20 árum. Flestir voru sammála um að þær hagfræðilegu og samfélagslegu breytingar sem hafa átt sér stað hafi haft þau áhrif að samfélagskennd sé ekki lengur til staðar. Líklegt er að þessar breytingar hafi haft þau áhrif að samfélagið er ekki eins í vel stakk búið til að takast á við náttúruvá. Niðurstöður þessar gefa til kynna að nauðsynlegt sé að auka samkennd og samheldni íbúanna.

  • Útdráttur er á ensku

    Residents in the village of Stokkseyri in southern Iceland live with the threat of natural hazards. The village is located within the South Iceland Seismic Zone and subject to earthquakes that can be > 6.0 on the Richter scale. The latest great earthquake, 6.3 in size, occurred in May of 2008. Stokkseyri is also subject to frequent storm flood surges as it is low-lying and open to the North Atlantic Ocean. The latest coastal flood happened in January 1990 and is considered to be one of the greatest such floods in the history of Iceland. Stokkseyri, as many small villages in Iceland, has experienced extensive socio-economic changes in the past 20 years, manifested in the loss of the economic mainstay and gradual deteriation of local services. The purpose of this paper was to investigate residents’ perception of the communities’ vulnerability, resilience and adaptation to the recurring natural hazards of the area and the impact of socio-economic changes thereon. In 2010, we held one focus group meeting using a snowball sample technique, and conducted in-depth, face-to-face interviews with local residents using an opportunistic sample technique. All participants were between the age of 32-69 and most of them had been living in Stokkseyri their entire lives. The preception of our respondents varied depending on the natural hazard in question. Most considered the coastal floods to be the main natural hazard in the area, yet the majority of them felt more vulnerable towards the earthquakes. The reason for this is both that effective flood warnings are given by governmental institutions, and because numerous adaptive measures have been taken to mitigate the effects of possible floods, whereas earthquakes usually happen without a warning. All of our respondents voiced their concern regarding the difficult changes that their community has undergone in the last two decades. Most of them concluded that these socio-economic changes have led to loss of sense of community. These changes are likely to have made the community more vulnerable and less resilient to natural hazards. These results indicate that measures aimed at increasing community cohesion and awareness are needed.

Samþykkt: 
  • 29.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudridur_Ester_Geirsdottir_ritgerd.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna