is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10166

Titill: 
  • Hlutverk microRNA í sérhæfingu stofnfruma úr fósturvísum manna í frumur hjarta- og æðakerfis
  • Titill er á ensku Regulation by microRNAs during cardiovascular differentiation of human embryonic stem cells
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stofnfrumur úr fósturvísum manna (hESC) hafa opnað nýjan rannsóknarvettvang sem veitir ómetanlega innsýn inn í fyrstu stig fósturþroska mannsins og möguleika á því að síðar verði hægt að nota til lækninga á sjúkdómum. Búist er við því að hjartavöðvafrumur og forverafrumur hjarta munu hafa gríðarleg áhrif á meðferð sjúkdóma sem herja á hjarta- og æðakerfi manna sem eru aðal dánarorsök um allan heim. MicroRNA (miRNAs) hafa mikil áhrif á fjölmarga frumuferla, svo sem þroskun og sérhæfingu. Nýlega hafa miRNA verið tengd við þroskun hjarta- og æðakerfisins.
    Í þessu verkefni var sett upp skilvirk aðferð til að sérhæfa hESC í hjartavöðvafrumur með því að nota sermislaust æti og vaxtarþætti sem eru þekktir fyrir að ýta undir myndun sláandi hjartavöðvafruma. Skýrt hefur verið frá hlutverki miR-126 í þroskun hjarta- og æðakerfis músa bæði með aukinni tjáningu í hjarta- og lungnavef og með tjáningu miR-126 í forverafrumum hjarta- og æðakerfis úr stofnfrumum músa. Þess vegna kannaði ég hlutverk miR-126 í þroskun hjarta- og æðakerfis í hESC. Í þessari rannsókn náði ég fram sláandi hjartavöðvafrumum bæði með og án notkunar vaxtarþátta sem leggur áherslu á þann mikla mun sem liggur milli frumulína. Enn fremur, með því að sívirkja viðtaka BMP4 náðist að flýta fyrir myndun sláandi hjartavöðvafruma. Yfirtjáning miR-126 í hESC leiðir til aukinnar tjáningar miðlags- og æðaþelsmarkera þegar borið er saman við hjartavöðvamarkera. Eftirfarandi rannsókn gefur betri sýn á mikilvægi upphafsvirkni á ákveðnum innanfrumuboðleiðum í sérhæfingu hESC í hjartavöðvafrumur og hafnar um leið þeirri tilgátu að miR-126 hefur áhrif á sérhæfingarferli hjartavöðvafruma.

Styrktaraðili: 
  • Markáætlun erfðafræði og örtækni, Rannís
Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentaða eintakinu
Samþykkt: 
  • 30.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_Arna.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna