is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10173

Titill: 
 • Launa-, starfsviðs- og kynjagreining tannsmiðastarfsins. Könnun á högum kynjanna meðal starfandi tannsmiða á Íslandi árið 2010
 • Titill er á ensku Wages-, work- and gender distribution of dental technicians working in Iceland 2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Könnun var gerð til að reyna að varpa ljósi á hvernig störf og laun skiptast milli kynjanna meðal starfandi tannsmiða á Íslandi árið 2010. Könnunin var gerð 23. febrúar til 11. mars 2011. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum:
  Má greina launamun milli kynja meðal starfandi tannsmiða sem útskrifuðust frá Tannsmiðaskóla Íslands 1991-2009?
  Hvernig stendur þessi hópur í samanburði við aðra tannsmiði á Íslandi?
  Hvernig skiptast störf tannsmiða milli kynjanna?
  Megindleg könnun fór þannig fram að allir starfandi tannsmiðir í Reykjavík og nágrannabæjum voru heimsóttir og þeim afhent spurningablað í ómerktu umslagi, þeir skiluðu svörunum síðan í umslaginu lokuðu. Tannsmiðir úti á landi fengu spurningablaðið sent með pósti ásamt frímerktu umslagi stíluðu á rannskanda sem þeir létu lokað, ómerkt svarumslagið í og skiluðu í pósthús. Eftir öflun gagnanna voru þau skráð í Excel tölvuforrit sem var notað við úrvinnslu þeirra á tölfræðilegan hátt og við gerð mynda og taflna til kynningar á niðurstöðunum.
  Niðurstöður könnunarinnar sýna að meðal mánaðarlaun tannsmiða á Íslandi kvenna og karla voru kr. 399.897,- árið 2010 og kventannsmiðir voru að meðaltali með 14% lægri laun en karltannsmiðir. Meðalaldur starfandi tannsmiða á Íslandi er 47 ár. Einnig kemur fram að stærra hlutfall karla en kvenna starfar við postulínsvinnu og hlutfallslega eru fleiri konur sem sinna heilgómasmíði. Af niðurstöðunum má álykta að laun tannsmiða séu almennt hófstillt meðallaun, ef tekið er tillit til fjárhagsaðstæðna í þjóðfélaginu og launa annarra sambærilegra starfsstétta, þó þurfa lægst launuðu tannsmiðirnir að athuga stöðu launa sinna og spyrja sig hvort ekki sé hægt að semja um bætt kjör.

Samþykkt: 
 • 3.10.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björn Grímsson, BS ritgerð.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna