is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10174

Titill: 
 • „An Dat´s de Peerie Story.“ Rannsókn og túlkun á sögnum tveggja Hjaltlendinga
 • Titill er á ensku "An Dat´s de Peerie Story." Interpreting Legends Told by Two Shetlanders
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari 60 eininga meistarprófsritgerð eru sagnasjóðir Brucie Henderson (1891-1977) og Toms Tulloch (1914-1982) frá Yell á Hjaltlandi teknir til rannsóknar og túlkunar. Leitast er við að svara því hvaða upplýsingar megi þannig fá um heimsmynd þeirra og samfélagsins. Sjónum er beint að lífshlaupi þeirra og samfélagslegum aðstæðum og áhrifum þessarra þátta á sagnaflutning þeirra og sköpun. Til grundvallar liggja hljóðritanir á afar stórum sagnasjóðum beggja, gerðar af þjóðfræðideild Edinborgarháskóla, BBC og Shetland Archives frá 1954 til 1982. Töflur yfir þær og sagnir 38 annarra Hjaltlendinga eru í viðaukum.
  Þættar voru saman aðferðir vettvangsrannsókna í þjóðfræði, sviðslistastefnu og sagnfræði til að endurskapa samhengi sagnanna og öðlast dýpri skilning á merkingu þeirra fyrir hefðarþátttakendum. Í fyrri hluta er farið yfir helstu stefnur og strauma í þjóðsagnafræði, rannsóknasögu og heimildir um hjaltlenskar sagnir. Í seinni hluta er fjallað um lífshætti á Hjaltlandi á 19. öld og sagnasjóðir Henderson og Tulloch, flutningsmáti og frásagnarbrögð greind í töflum og texta og einstakar sagnir túlkaðar.
  Í ljós kom að í sagnahefð Hjaltlands mætast minni bæði af norrænum rótum, skoskum og írskum. Um tveir þriðju hljóðritaðra sagna eru trúarsagnir, þ.e. efni þeirra snýr að yfirnáttúrulegum vættum og öflum. Um þriðjungur fjallar um veraldleg efni, einkum slæma framkomu landeigenda við leiguliða, kröpp kjör og sjóslys. Þá kom fram að sagnamennirnir tveir voru mjög ólíkir, jafnt varðandi efnisval, frásagnarstíl og markmið með flutningnum. Rannsóknin rennir frekari stoðum undir þá kenningu að í sögnum kljáist fólk við ótta sinn og þrár og færi lífsviðhorf sín í frásagnarbúning. Í sögnum Henderson og Tulloch eru tekin til umræðu öll helstu viðfangsefni og vandamál samfélagsins á Yell á þeim tímum sem þær spretta af. Þær eru í senn spegill samfélagsins og sköpun flytjandans og bera einkenni myndar hans af heiminum og sjálfum sér.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis analyses and interprets the repertoires of the Shetland storytellers Brucie Henderson (1891-1977) and Tom Tulloch (1914-1982), both from the island of Yell. It seeks to assess what information the legends provide about the world view and values held by the storytellers themselves and their community. It investigates their lives and the social conditions that surrounded them and the ways in which these factors influenced the creation and performance of their legends. The thesis is based on a large collection of recordings of legends told by Henderson and Tulloch, recorded by the School of Scottish Studies, University of Edinburgh, the BBC Radio Shetland and the Shetland Archives between 1954 and 1982. Tables based on these collections and material recorded from thirty eight other Shetlanders can be found in the accompanying appendices.
  The thesis combines the methods of ethnological field studies, performance theory and history in order to to recreate the context of the legends and gain a deeper understanding of the meaning they had for the tradition bearers. The first half covers the development of folk narrative theory over time, the history of research into Shetland legends and the sources available on Shetland legends. The second half covers the Shetland way of life in the 19th century and the legend repertoires of Henderson and Tulloch. Their manners of recitation and narration methods are analysed in both tables and text, and selected legends are interpreted.
  The research reveals that the legend tradition of Shetland combines motifs with roots in Scandinavia, Scotland and Ireland. Approximately two thirds of the recorded legends are belief legends, in that their subject matter deals with supernatural creatures and powers. One third deal with more worldly subjects, most particularly the bad behaviour of landowners towards their tenants, bad conditions of life and seafaring accidents. It is also apparent that the two storytellers were very different, not only when it came to choosing their subjects, but also with regard to their narration style and the purpose of their performances. The research provides further support for the theory that people use legends to deal with their fears and desires, and expressing their world views by means of narratives. Henderson and Tulloch’s legends touch on all the key questions and problems experienced by the community on Yell during the time at which they are created. They thus simultaneously are a mirror of society and individual works of creation by their narrators, bearing the marks of both the narrator’s world view and his individual personality.

Samþykkt: 
 • 4.10.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilborg Davíðsdóttir An Dats de Peerie Story MA ritgerð.pdf9.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna