is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10175

Titill: 
 • Hvaða stefnu og framtíðarsýn þarf Golfklúbbur Kiðjabergs að setja sér til þess að eiga möguleika á sem arðbærustum rekstri í framtíðinni?
 • Titill er á ensku What would be the optimal vision and mission to obtain for Kidjaberg Golfclub, to help them achieve set goals of profitability in the future?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Síðustu ár hefur Golfklúbburinn á Kiðjabergi farið ört stækkandi innan golfhreyfingarinnar á Íslandi. Þrátt fyrir að klúbburinn sé sveitaklúbbur með aðeins rúmlega 300 félagsmenn hefur öflugt
  starf innan klúbbsins, gæði vallarins og náttúrufegurð skipað honum í stöðu sem einn af áhugaverðustu og umtöluðustu golfvöllum landsins. Völlurinn hefur orðið ákjósanlegri með hverju
  árinu til þess að halda stærri og stærri mót ár hvert á vegum Golfsambands Íslands. Þannig hefur orðspor vallarins og áhugi kylfinga á heimsókn á völlinn aukist.
  Til þess að klúbburinn verði í stakk búinn að mæta frekari eftirspurn fannst höfundi að mótun nýrrar stefnu og framtíðarsýnar fyrir klúbbinn vera nauðsynlega. Stefnumótun krefst gríðarlegrar undirbúningsvinnu þar sem staða skipulagsheilda er krufin með tilliti til þess markaðar og
  umhverfis sem starfað er í hverju sinni. Þannig næst betri yfirsýn yfir á þá þætti sem einblína þarf á í starfi klúbbsins. Með forvinnu stefnumótunar kvikna einnig hugmyndir af leiðum sem geta verið klúbbnum til tekjuaukningar og/eða hagræðingar.
  Til þess að meta stöðu Golfklúbbsins á Kiðjabergi var hann borinn saman við fjóra golfklúbba á Íslandi. Þar voru bornar saman lykiltölur úr ársreikningum og farið inn á þá þætti sem höfundur
  telur skipta máli til þess að gefa sem skýrustu mynd af stöðu klúbbsins.
  Eftir samanburð klúbbsins við valda golfklúbba á Íslandi var framkvæmd stefnumótun fyrir klúbbinn. Þar var innra sem og ytra umhverfi klúbbsins greint ásamt því sem styrkleikar, veikleikar,
  ógnanir og tækifæri klúbbsins voru greind og útlistuð með SVÓT greiningu.
  Þessi greining á klúbbnum var síðan mótuð í nýja stefnu og framtíðarsýn fyrir klúbbinn með útvíkkun og aukna arðsemi að leiðarljósi. Í framhaldi af því voru sett fram stefnumið og markmið til þess að skilgreina leiðina í átt að settu marki. Þar á eftir gaf höfundur hugmyndir að úrbótum sem byggðar voru á greiningu og niðurstöðu stefnumótunar klúbbsins.
  Að lokum dregur höfundur fram þær niðurstöður sem stefnumótunin og forvinna hennar hefur leitt í ljós ásamt persónulegu mati byggt á þessum þáttum.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
 • 4.10.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PalmiOlafurTheodorsson_BSrigerd.pdf16.76 MBLokaðurHeildartextiPDF