en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10177

Title: 
 • is Metan sem orkugjafi fyrir íslenskar bifreiðar : staða og framtíðarhorfur
 • Methane as an energy fuel for Icelandic vehicles : current situation and future prospects
Submitted: 
 • September 2011
Abstract: 
 • is

  Markmið skýrslunnar var að kanna hvort að metan væri valkostur fyrir íslenskar bifreiðar, hver staðan væri í dag og framtíðarhorfur.
  Metan(CH4) er gastegund sem myndast við niðurbrot á öllu lífrænu efni. Í dag er metan unnið á urðunarstöð Sorpu bs. að Álfsnesi. Í dag getur stöðin framleitt metan eldsneyti fyrir 3.500 til 4.500 smábíla en það eru einungis 233 metanbifreiðar skráðar hjá Umferðarstofu í dag. Staða metans í dag er jákvæð þar sem samkeppni er komin í dreifingu metans með stofnun Metanorku ehf í eigu íslenska gámafélagsins en áður var það einunings Metan hf í eigu Sorpu bs, N1, REI og Orkuveita Reykjavíkur sem dreifði metani.
  Gerð var símakönnun þar sem 155 eigendur metanbifreiða á Íslandi voru spurðir um notkun sína á metanbifreiðum. Þar kom fram að notendur eru yfirleit mjög ánægðir með metanbifreiðina sína en finnst ekki nægjanlegt að hafa einuningis tvær afgreiðslustöðvar með metan og það einungis á Reykjavíkursvæðinu.
  Reiknað voru út gjöld og álögur á metanbifreiðum í samanburði við bensínbifreiðar og kom þar fram að álögur eru mun minni en á bensínbifreiðum. Alþingi hefur sett lög um niðurfellingu gjalda á umhverfisvænum bifreiðum og frítt er í bílastæði í allt að 90 mínútur.
  Metan er valkostur fyrir íslenskar bifreiðar og framtíðarhorfur eru góðar, en það þarf samvinnu ríkis og sveitafélaga til að ná því markmiði að metan verði valkostur númer eitt þegar kemur að vali á orkugjafa.

Accepted: 
 • Oct 4, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10177


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Metan sem orkugjafi fyrir íslenskar bifreiðar Valgerdur_Ogmundsdóttir.pdf2.46 MBOpenHeildartextiPDFView/Open