Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10178
Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort að munur er á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í mismunandi heimshlutum og ef svo er, hvort að menning landa, trúarbrögð og efnahagur eigi hlut að máli.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjö heimshlutum var skoðuð frá CSR pýramída Carroll og í tengslum við eftirfarandi kenningar: klassísku kenningu CSR, kenninguna um sáttmála samfélagsins, hagsmunaaðilakenninguna, Corporate Citizenship og Corporate Social Performance. Viðmið og reglur samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja á borð við viðmiðunarreglur OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki, hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna og fleiri voru einnig skoðuð. CSR var skoðuð í eftirfarandi heimshlutum: Afríku, Asíu, Mið-Austurlöndum, Rómönsku Ameríku, Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu.
Tilvikarannsókn var beitt í þessari ritgerð og fyrirliggjandi heimildir voru notaðar, svo sem blaðagreinar, bækur og netheimildir.
Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að áherslumunur er á skilgreiningu og framkvæmd samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja á milli heimshluta og spila menning, trúarbrögð og efnahagur þar stór hlutverk. Mikinn mun er að sjá á milli þróunarríkja og þróaðra ríkja en einnig má sjá mun á samfélagslegri ábyrgð innan þessara hópa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Anna Jóna Baldursdóttir.pdf | 455.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |