is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10179

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja
  • Titill er á ensku Social responsibility of Icelandic companies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir hugmyndafræðinni sem samfélagsleg ábyrgð
    fyrirtækja byggist á og hvernig hún hefur þróast gegnum árin. Litið verður á
    fjölbreytilegar kenningar fræðimanna og hvernig viðhorf þeirra hefur mótað
    hugmyndafræðina til dagsins í dag.
    Áhuginn hér á landi á hugmyndafræðinni hefur aukist talsvert á síðustu árum og ekki
    síst eftir efnahagshrunið árið 2008. Spurning er hvort fyrirtæki séu með virka
    formlega stefnu í samfélagslegri ábyrgð og hvort fyrirtæki reyni að vinna í þáttum
    sem lúta að samfélagslegri ábyrgð til þess að byggja upp traust og ímynd
    fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum sínum?
    Þessum spurningum er reynt að svara í þessari ritgerð. Gerð var könnun á 300 stærstu
    fyrirtækjum landsins og voru heimasíður þeirra skoðaðar. Ásamt því voru fjölmargar
    fræðigreinar og greinar fylgismanna hugmyndarinnar skoðaðar. Helstu niðurstöður
    rannsóknar voru þær að mjög fá fyrirtæki voru með einhverja formlega stefnu í
    samfélagslegri ábyrgð og mörg af þeim sem sögðust vera að vinna að þáttum sem lúta
    aðsamélagslegri ábyrgð voru ekki með vottaða staðla eða valfrjálsar
    viðmiðunarreglur því til stuðnings.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 4.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_Jenný Ýr Jóhannsdóttir.pdf2.1 MBLokaðurHeildartextiPDF