is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10182

Titill: 
 • Fylgni jökulsporðabreytinga á Hofsjökli og veðurfarsbreytinga á Íslandi
 • Titill er á ensku Cross-correlation between terminal variations of Hofsjökull and climate change in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Jöklabreytingar eru skjótur fylgifiskur loftlagsbreytinga og einn helsti lykilþátturinn í að túlka og fylgjast með breytingum á loftslagi. Í kjölfar jöklabreytinga verða meðal annars breytingar á árrennsli sem er undirstaða margra virkjana á Íslandi. Skilningur á tengslum loftlagsbreytinga og jöklabreytinga er því mikilvægur fyrir m.a. skipulag vatnsauðlinda sem og efnahag landsins. Mælingar á jökulsporðum er einföld en áhrifarík leið til að varpa ljósi á tengsl jöklabreytinga og loftlagsbreytinga.
  Í þessari ritgerð var reiknuð víxlfylgni milli sporðabreytinga Nauthagajökuls og Sátujökuls og veðurfarsbreytanna, sumarmeðalhita og vetrarúrkomu, á þremur veðurstöðvum. Tvær árstíðarlengdir voru notaðar til að sjá hvort munur væri á niðurstöðum eftir hvor lengdin var notuð. Víxlfylgnin sýndi einnig taftíma jökulsporðanna. Niðurstöðurnar sýndu ekki mikla fylgni milli jökulsporðabreytinganna og breytileika í sumarhita en þó var hún marktæk á öllum veðurstöðvunum þremur og ekki skipti máli hvaða lengd sumarhita var notuð. Mjög lítil fylgni var hinsvegar milli breytinga jökulsporða og breytileika í vetrarúrkomu og var hún ekki marktæk. Fylgni var mismunandi milli veðurstöðvanna en þó skipti ekki máli upp á marktektina hvaða veðurstöð var notuð. Taftími jökulsporðanna við veðurfarsbreytingum var nær tafarlaus eða 0-1 ár. Sátujökull skar sig úr í fylgniútreikningum og var erfitt að útskýra sumar niðurstöðurnar. Ástæða þess gæti verið skortur á mælingum en þær hófust árið 1983 en árið 1932 á Nauthagajökli. En einnig eru vísbendingar um að hann sé framhlaupsjökull og henti því síður í rannsókn sem þessa. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi sumarhita við jökulsporðabreytingum og hversu næmir jöklarnir eru við breytingum á sumarmeðalhita.

 • Útdráttur er á ensku

  Glacier changes provide one of the most direct signs of climate change and are a key factor in interpreting and monitoring changes in the climate. Changes in river discharge are one of the consequences of glacier changes, and therefore important to the Iceland’s hydropower stations and economy. Records of glacier terminus variations are a simple but straightforward way of elucidating the relationship between glacier changes and climate changes.
  In this research cross-correlation was calculated between the termini variations of Nauthagajökull and Sátujökll and the climatic variables, mean summer temperature and winter precipitation, at three weather stations. Two different lengths of each season were used to see if the results depended on the length used. The cross-correlation also revealed the termini lag-time. The results show little but significant correlation between the terminus variations and the summer temperature, at all three weather stations and the length of season used, did not matter. However, there was no significant correlation between the termini variations and winter precipitation. The lag-time showed an almost instant reaction of the terminus, i.e. 0-1 year. Sátujökull showed some inexplicable correlations that were difficult to interpret. The reason could be a lack of measurements but they began in 1983 as opposed to 1932 at Nauthagajökull. However, there have been indications that Sátujökull is a surging glacier and is therefore less suitable for this kind of research. The research highlights the importance of summer temperature to glacier termini changes and how sensitive the glaciers are to changes in mean summer temperature.

Samþykkt: 
 • 4.10.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fylgni jökulsporðabreytinga á Hofsjökli og veðurfarsbreytinga á Íslandi.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna