is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10186

Titill: 
  • Sláturúrgangur í nýju ljósi. Samanburður á fjórum förgunar- og nýtingarleiðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sláturúrgangur hefur áratugum saman einfaldlega verið urðaður hér á landi, þótt ríkur sé bæði af orku og næringarefnum. Hvorttveggja getur valdið umhverfisálagi, til dæmis myndast orkuríkt metangas við loftfirrt niðurbrot lífræns úrgangs í urðunarhaug, en það er jafnframt öflug gróðurhúsalofttegund. Meðal næringarefna í sláturúrgangi eru fosfór, kalíum og köfnunarefni. Með markvissum aðgerðum má vinna hluta orkunnar og næringarefnanna úr sláturúrganginum og draga úr umhverfisáhrifum förgunar hans. Í þessu verkefni eru fjórar nýtingar- og förgunarleiðir bornar saman: Urðun, með og án gassöfnunar (Urðun I og Urðun 0), jarðgerð og gasgerð. Orkuflæði, hráefnaflæði og umhverfisáhrif (gróðurhúsaáhrif) þessara mismunandi leiða eru greind með kerfisgreiningaraðferðum. Miðað við gefnar forsendur eru helstu niðurstöður að í gasgerðarstöð má vinna 4.120 MJ orku á formi metans úr hverju tonni sláturúrgangs en 3.483MJ/t sláturúrgang úr urðunarhaug (fræðilegt mat). Hvorki urðun án gassöfnunar né jarðgerð gefa nýtanlega orku. Áætlað vinnanlegt magn næringarefna í tonni sláturúrgangs eru 3kg fosfór, 2kg kalíum og 14kg köfnunarefni. Þessi næringarefni glatast í báðum urðunarferlum en reiknað er með að fosfór og kalíum skili sér að fullu í gasgerð og jarðgerð. 70% köfnunarefnis skila sér innan fárra ára úr gasgerðarafurð, en 40% úr jarðgerðarafurð. Einn umhverfisálagsþáttur, losun gróðurhúsalofttegunda, var metinn í verkefninu. Hlýnunarmáttur gasgerðar reyndist 13kg CO2íg/t sláturúrgangs, jarðgerðar 113kg CO2íg/t sláturúrgangs en hlýnunarmáttur urðunar 0 var 3.093kg CO2íg/t sláturúrgangs og urðunar I 741kg CO2íg/t sláturúrgangs. Fyllri mynd af vægi afurðanna m.t.t. sjálfbærni fékkst með samanburði við hefðbundna orku- og næringarefnagjafa. Hlýnunarmáttur bensíns er 72g CO2íg/MJ (fólksbíll), á móti aðeins 0,9g CO2íg /MJ (fólksbíll) í tilfelli metans unnu úr lífrænum úrgangi. Þá krefst framleiðsla og flutningur tilbúins áburðar með sama NPK-innihald og 1 tonn sláturúrgangs svipaðrar orku (797MJ) og sem nemur heildarorkuþörf við meðhöndlun 1 tonns sláturúrgangs í gasgerðarstöð (813,4MJ) miðað við gefnar forsendur.

Styrktaraðili: 
  • Orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur
    Orkusjóður Iðnaðarráðuneytis
Samþykkt: 
  • 5.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Slúrg - 2 október BDSG.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf16.14 MBLokaðurYfirlýsingPDF