Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10206
Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort munur sé á milli eftirspurnar eftir þekkingu á sviðum innan iðnaðarverkfræði hjá iðnfyrirtækjum á Íslandi og námsframboði í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands (IVT-deild HÍ). Við rannsóknina var notast við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð. Eigindlegi hluti rannsóknarinnar fólst í forprófun á spurningalista þar sem tekin voru viðtöl við átta einstaklinga hjá iðnfyrirtækjum og skilningur þeirra á spurningunum kannaður. Spurningalistinn var aðlagaður út frá athugasemdum eftir forprófun. Megindlegi hluti rannsóknarinnar fól í sér að senda spurningalistann til 100 einstaklinga hjá iðnfyrirtækjum á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar voru síðan bornar saman við námsframboð IVT-deildar HÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að í forprófun á spurningalista virtist skilningur þátttakenda á spurningalistanum góður. Þátttakendur áttu þó í vandræðum með einstök hugtök, þá helst sviðið umhverfismál. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina að þátttakendur töldu að þekking á stjórnun og mannlegum þáttum væri mikilvægust á sviðum iðnaðarverkfræði en þekking á aðgerðagreiningu ekki eins mikilvæg. Þegar niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við námsframboð IVT-deildar HÍ er meiri eftirspurn eftir þekkingu á sviði nýsköpunar og tækni, mannlegum þáttum og umhverfismálum en námsframboð. Á móti er meiri kennsla á sviðum aðgerðagreiningar og framleiðsluferlis hjá IVT-deild HÍ en iðnaður á Íslandi sækist eftir.
The aim of this study is to investigate whether there is a gap between demand and supply of knowledge in areas of industrial engineering within industry in Iceland and courses at the Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science (IVT-faculty) of the University of Iceland. Questionnaire was made by partnership group of Industrial Engineering Standards in Europe (IESE). Questionnaire was translated from English to Icelandic. Quantitative and qualitative research method was used within this research. Qualitative research method were used when pretesting were done on eight people. Quantitative research method were used by sending the questionnaire to 100 individuals working within industrial companies in Iceland. Conclusion of the questionnaire was then measured against the courses at the IVT-faculty.
Result in pretesting is that participants understood most of the questions but had some problems with understanding all the terms, especially the in environment and sustainability area. Result of the questionnaire show that management systems and human factor engineering are the most important but operation research the least. When result of the questionnaire is measured with the courses at IVT-faculty then there is more demand after knowledge for innovation and technology, human factor engineering and environment and sustainability. Then again there is more supply then demand for knowledge of operation research and manufacturing system engineering than the industry in Iceland needs. There is less emphasis on environment and sustainability and manufacturing system engineering in software industry than other industries but more emphasis on innovation and technology and human factor engineering.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð í iðnaðarverkfræði_Engilráð.pdf | 9.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |